Ægir

Volume

Ægir - 01.03.1996, Page 30

Ægir - 01.03.1996, Page 30
vísitalan lægri en áður. Vísitala veiöi- stofns hefur sveiflast talsvert en þó fariö lækkandi yfir tímabilið í heild og var lægst síðustu 2 ár (12. mynd). Út- breiðslusvæði blálöngu er aö stórum hluta utan athafnasvæðis stofnmæl- ingarinnar. Því ber að túlka stofnvísi- tölur með varúð. Keila Ungfiskavísitala keilu hækkaði mik- ið fyrstu 5 ár stofnmælingarinnar en hefur lækkað um nálægt helming síð- an. Vísitala veiðistofnsins var fremur há fyrstu árin en hefur verið mun lægri síðustu árin (13. mynd). Þróun stofns- ins hefur því verið fremur neikvæð í heild. Skarkoli Ungfiskavísitala skarkola var óvenju há árið 1985 en hefur verið tiltölulega jöfn síðan. Síðustu fimm árin hefur vísitalan þó verið heldur vaxandi. Vísitala veiðistofnsins var og há fyrstu tvö árin en hefur lækkað stöðugt á rannsóknatímanum og ekki verið lægri en árið 1995 (13. mynd). Þykkvalúra Ungfiskavísitala þykkvalúru hefur verið tiltölulega stöðug og ekki um vaxandi eða minnkandi tilhneigingu að ræða. Vísitala veiðistofns hefur á hinn bóginn lækkað verulega þegar horft er á tímabiliö í heild (13. mynd). Langlúra Ungfiskavísitala langlúru var mjög há fyrsta árið og heldur hærri fyrstu árin en verið hefur síðan 1990. Vísi- tala veiðistofns hefur sveiflast nokk- uð en farið lækkandi síðustu árin (14. mynd). Stórkjafta Ungfiskavísitala stórkjöftu var til- tölulega há fyrstu 5 til 6 ár tímabilsins en lækkaði síðan samfellt og hefur verið mjög lág síðustu 2 ár. Vísitala veiðistofns hefur þróast með hliðstæð- um hætti, en þó ekki lækkað eins mik- ið á síðustu árum og nýliðunarvísital- an (14. mynd). Sandkoli Ungfiskavísitala sandkola reyndist allbreytileg fyrstu 3 árin, en hefur ver- ið minni breytingum undirorpin síð- an. Vísitalan hefur þó hækkað nokk- uð síöustu árin. Vísitala veiðistofns var einnig breytileg fyrstu árin en hef- ur verið tiltölulega jöfn síðan (14. mynd). Skrápflúra Ungfiskavísitala skrápflúru var fremur jöfn fyrri helming rann- sóknatímans en fór síðan hækkandi allt til ársins 1994. Vísitala veiði- stofns hefur á hinn bóginn verið til- tölulega svipuð allt tímabilið (14. mynd). SMB-vísitala stofnsins lækk- aöi heldur 1995 miðað við árið 1994, eða úr 78 þús. tonn í 70 þús. tonn (10.3%), eftir samfelldan vöxt stofns- ins frá 1989. Hrognkelsi Stofnvísitala grásleppu var tiltölu- lega jöfn fyrstu sex ár rannsóknatím- ans en hefur verið talsvert lægri og breytilegri síðustu ár. Vísitala rauð- maga hefur sveiflast mun meira allt tímabilið án sérstakrar tilhneigingar á einn eða annan veg (15. mynd). Tindaskata Ungfiskavísitala tindaskötu hefur verið tiltölulega há síðustu 2 árin. í heild hefur vísitalan hækkað á rann- sóknatímabilinu. Vísitala „veiði- stofns" (>30 cm) hefur sveiflast nokk- uð en sýnir þó ekki miklar breytingar þegar á tímabilið í heild er litið (15. mynd). □ 13. mynd. Stofnvísitölur keilu, skarkola og þykkvalúni í stofnmœlingu botnfiska 1985- 1995. 14. mynd. Stofnvísitölur langlúru, stór- kjöftu og sandkola í stofnmœlingu botn- fiska 1985-1995. 15. mynd. Stofnvísitölur skrápflúni, brogn- kelsis og tindaskötu í stofnmœlingu botn- fiska 1985-1995. 30 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.