Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.1996, Side 33

Ægir - 01.03.1996, Side 33
27°26'V), 500 m, 4 stk., meðallengd 17.5 cm, flotvarpa. Berhaus er talinn hér með enda þótt hann finnist sums staðar á djúpmiðum í nokkru magni. Slétthaus, Bajacalifomia megalops - Apríl, grálúöuslóð vestan Víkuráls, 29 cm, botnvarpa. Mjúkhaus, Rouleina attrita - Apríl, grálúðuslóð vestan Víkuráls, 2 stk. 22 og 36 cm, botnvarpa. - Júní, grálúðuslóð vestan Víkuráls, 46 cm. Fannst fyrst hér við land árið 1993 og var þá greindur sem R. maderensis (Ægir, 7.-8. tbl. 1994). Marangi, Holtbyrnia macrops - Febrúar, Reykjaneshryggur (62°15'N, 24°40'V), 622-732 m, 14 cm, flot- varpa. - Febrúar, Reykjaneshryggur (62°26’N, 25°31'V), 622-732 m, 18 og 23 cm. Sæangi, Nonnichthys operosus - Apríl, grálúðuslóð vestan Víkuráls, 24.5 cm. Ránarangi, Sagamichtys schnakenbecki - Janúar, sunnan Vestmannaeyja, 759-613 m, 11 cm. - Febrúar, suðvestur af Eldey, 28 cm. Ægisangi, Searsia koefoedi - Janúar, utanvert Háfadjúp, 531-604 m, 10 cm. - Febrúar, suðvestur af Eldey, 12 cm. - Febrúar, sunnan Vestmannaeyja, 15 cm, botnvarpa. - Apríl, Faxadjúp (63°17'N, 25°28'V), 421 m, 10 cm. Af angaætt, Platytroctidae, þekkjast 7 tegundir á íslandsmiðum og eru þær að slæðast til skiptis í veiðarfæri skipa á djúpmiðum. Ránarstirnir, Gonostoma bathyphilum - Apríl, grálúðuslóð vestan Víkuráls, 3 stk. 17, 17 og 18 cm. Stóri silfurfiskur, Argyropelecus gigas - Mars, sunnan Reykjaness (63°15’N, 22°57'V), 311 m, botnvarpa. Suðræni silfurfiskur, Argyropelecus hemigymnus - Mars, SV af Reykjanesi (62°00'N, 27°26'V),500 m, 3,4 cm, flotvarpa. - Ágúst, vestur af Öndverðarnesi (64°27'N, 29°36’V), 190 m, 3,7 cm, flotvarpa. Norræna gulldepla, Maurolicus muelleri - Ágúst, Kolluáll (64°41'N, 24°40'V), 262 m, 7 cm. Orðufiskur, Polyipnus polli - Janúar, Háfadjúp, 63°19'N, 19°40'V), 531-604 m, 44 mm. Þetta mun vera annar fiskur tegund- arinnar sem veiðist á íslandsmiðum en sá fyrsti fékkst 1994 (Ægir, 3. og 10. tbi. 1995). Stutti silfurfiskur, Stemoptyx diaphana - Móttekinn í maí, um 200 sjóm. SV af Reykjanesi, 6 cm, flotvarpa. Ný tegund á íslandsmiðum (Ægir, 10. tbl. 1995). Broddatanni, Borostomias antarcticus - Mars, Grænlandshaf (62°24'N, 29°41'V), 500 m, 2 stk., meðallengd 32 cm, flotvarpa. Faxaskeggur, Flagellostomias boureei - Apríl, Faxadjúp (63°17'N, 25°28'V), 421 m, 18 cm, botnvarpa. Ný tegund á íslandsmiðum (Ægir, 10. tbl. 1995). Litli gulllax, Argentina sphyraena - Apríl, Faxadjúp (63°17’N, 25°28’V), 421 m, 14 cm. Þessi tegund fannst fyrst hér viö land árið 1955 þegar þýska rann- sóknaskipið Anton Dohrn veiddi 20 fiska, 25-32 cm langa, í utanverðum Faxaflóa og síðan nokkra til viðbótar vestan Snæfellsness og enn síöar djúpt undan SA-landi. Grænlandsnaggur, Nansenia groen- landica - Janúar, Háfadjúp utanvert, 695-622 m,16 cm. Uggi, Scopelosaurus lepidus - Apríl, grálúðuslóð vestan Víkuráls, 31 cm. Litli földungur, Alepisaurus brevirostris - Maí, um 200 sjóm. SV af Reykjanesi, 93 cm, botnvarpa. - Móttekinn í maí, um 200 sjómílur SV af Reykjanesi, rúmlega 87 cm, flot- varpa. Siáni, Anotopterus pharao - Maí, út af Berufjaröarál (63°51'N, 13°15'V), 842 m, 53 cm, botnvarpa. Margreifi („Sægreifi" II), Gyrinomimus sp. - Júlí, grálúðuslóð vestan Víkuráls (65°36'N, 28°03'V), 915-1038 m, botnvarpa. Önnur tegundin innan sægreifahóps- ins sem finnst á íslandsmiðum (Ægir, 3. tbl. 1994). Rauðgreifi. Rauðgreifi („Sægreifi" III), Gyrinomimus sp. - Apríl-maí, grálúðuslóð vestan Víkur- áls (63°28'N, 28°00'V), 1006-1098 m, 49 cm, botnvarpa. Hér kemur þriðja tegundin innan sæ- greifahópsins. Þessi er ný á íslandsmið- um. Rauðskinni, Barbourisia rufa - Maí, djúpt SV af Reykjanesi (62°19'N, 29°43'V), 714 m togdýpi (t°C 3,2), 1830 m botndýpi, 37 cm, flotvarpa. Ný tegund á íslandsmiðum. Rauð- skinni hefur m.a. fundist vib SV- Grænland og á karfaslóð SA af Hvarfi (Ægir, 10. tbl. 1995). Þetta eintak er varðveitt í Náttúrugripasafni Vest- mannaeyja. Raubskoitur, Rondeletia loricata - Maí, grálúðuslóð vestan Víkuráls (65°03'N, 28°12'V), 1043-997 m, 11,5 cm, botnvarpa. Annar fiskur þessarar tegundar sem veibist á íslandsmiðum. Sá fyrsti veiddist á svipuðum slóðum árib 1992. ÆGIR 33

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.