Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.03.1996, Qupperneq 34

Ægir - 01.03.1996, Qupperneq 34
Pokakjaftur, Saccopharynx ampullaceus - Júlí, grálúðuslóð vestan Víkuráls, 175 cm, botnvarpa. E.t.v. stærsti fiskur þessar tegundar sem veiðst hefur. Gapaldur, Eurypharynx pelecanoides - Apríl, grálúðuslóð vestan Víkuráls, 39 cm, botnvarpa. - Júní, grálúðuslóð vestan Víkuráls, 36 cm, botnvarpa. Leiráll, Histiobranchus bathybius - Ágúst, suður af Skaftárdjúpi (61°10'N, 18°00'V), 2399 m (t°C 2,07), 2 stk. 44 og 60 cm. Margbroddabakur. Margbroddabakur, Polyacanthonotus challengeri - Ágúst, um 120 sjóm. suður af Ingólfs- höfða (61°50'N, 16°54'V), 2267 m (t°C 2,37), 59 cm, Agassiz-varpa. Ný tegund á íslandsmiðum. Hefur fundist á 1300-3700 m dýpi í öllum heimshöfum. Næst íslandsmiðum hafði margbroddabakur fundist áður undan Asóreyjum og Madeira. Aðrar tegundir sömu ættar, þ.e. broddabakaættar, Notacanthidae, sem finnast á íslands- miðum eru smábroddabakur, Notacant- hus bonapartei, broddabakur, N. chemn- itzii, og fjölbroddabakur, Polyacanthono- tluis rissoanus. Mjóhali, Chalinura brevibarbis - Ágúst, um 120 sjóm. suður af Ingólfs- höfða (61°50'N, 16°54'V) 2267 m, 7 stk. 14-26 cm. - Ágúst, 61°43’N, 16 °57'V, 2295 m (t°C 2,6), 12 cm. - Ágúst, 61°10'N, 18 °00'V, 2399 m (t°C 2,07), 16,5 cm. Mjóhali fannst fyrst hér árið 1973 á 2060-2055 m dýpi djúpt undan Vestur- landi í leiðangri V-Þjóðverja á rann- sóknaskipinu Walter Herwig. Þá veidd- ust 7 fiskar 15-43 cm. Síðan þá hefur frekar lítið farið fyrir tegundinni hér þangab til núna. Brynhali. Brynhali, Nematonurus armatus - Ágúst, djúpt suður af Ingólfshöfða (62°20’N, 17o00'V), 2074 m (t°C 2,34), 3 stk. 22, 24 og 31,5 cm. - Ágúst, suður af Ingólfshöfða (61°50'N, 16°54'V), 24 cm. - Ágúst, suður af Vestmannaeyjum (62°04'N, 20°35'V), 1688 m (t°C 2,67), 14 cm. Ný tegund á íslandsmiöum. Brynhali finnst í hafdjúpunum SSV af íslandi og vestan Bretlandseyja og víðar á miklu dýpi. Litli langhali, Neztimia aequalis - Janúar, Háfadjúp, 695-622 m, 20 cm. Ósaþorskur. Ósaþorskur, Arctogadus borisovi - Janúar, SA mið („Fóturinn"), 275 m, 52 cm, 1,2 kg, botnvarpa. Ný tegund á íslandsmiðum (Ægir, 10. tbl. 1995). ísþorskur, Arctogadus glacialis - Nóvember, Vestfjarbamið (66°34'N, 25°12’V), 448 m (t°C 0,4-0,6), 33 cm, botnvarpa. Ný tegund á íslandsmiðum. Heim- kynni ísþorsks hafa verið undan vestur og austurströndum Grænlands norðan 70°N (Ægir, 10. tbl. 1995). Silfurkób, Gadiculus argenteus tliori - Janúar, Grindavíkurdjúp, 695-549 m, 2 stk. 12 og 13 cm. Bletta, Gaidropsarus vulgaris - Mars, Stokksnesgrunn (64°10’N, 14°23'V), 172-176 m, 14 cm, botn- varpa. - Mars, Berufjaröardjúp (64°20'N, 13°28'V), 151-192 m, 17 cm, botn- varpa. Silfurþvari, Halargyreus johnsonii - Janúar, Háfadjúp, 531-604 m, 17 cm. Móra, Mora moro - Apríl, Reykjaneshryggur, 66 cm, lína. Guðlax, Lampris guttatus Veiðitími og staður óljós en upplýs- ingar bárust í nóvember. Vogmær, Trachipterus arcticus - Mars, Grænlandshaf (62°54'N, 29°28'V), 337 m, 100 cm, flotvarpa. - Mars, SV Reykjaness (62°00'N, 27°23’V), 2 stk„ meöallengd 135,5 cm, flotvarpa. - Mars, SV Reykjaness (62°00'N, 27°26’V), 500 m, 104 cm. flotvarpa. - Maí, um 200 sjóm. SV af Reykjanesi, 96 cm, flotvarpa. Raubserkur, Beryx decadactyius - Ágúst, Skerjadjúp, 458 m, 39 cm, botnvarpa. Fagurserkur, Beryx splendens - Nóvember, grálúðuslóð vestan Víkur- áls (65°42'N, 27°58'V), 816 m, 38 cm, botnvarpa. Dökksilfri, Diretmoides parini - Febrúar, suðvestan við Faxabanka, 19,5 cm. - Mars, Rósagarður (63°25'N, 13°02’V), 641-677 m, botnvarpa. - Nóvember, grálúöuslóð vestan Víkur- áls (65°48'N, 27°38'V), 695-897 m, 33 cm, botnvarpa. Marsilfri, Diretmus argenteus - Febrúar, suðvestan við Faxabanka, 11 cm. - September, Rósagarður (63°00'N, 12°00'V), 445-474 m, 11,5 cm, botn- varpa. - Október, Öræfagrunn (63°22’N, 15°50'V), 640 m togdýpi, 732 m botn, 11,5 cm, flotvarpa. - Október (?), Skerjadjúp, 14,5 cm, flotvarpa. Óvenju margir sama árib. Ennisfiskur, Platyberyx opalescens - Febrúar, Skerjadjúp (62°36'N, 24°38'V), 732-915 m, botnvarpa. - Febrúar, suðvestan við Faxabanka, 23 cm. 34 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.