Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.1996, Side 38

Ægir - 01.03.1996, Side 38
bálki og hafa ekki fundist hér við land áður. Nokkrir fiskar afbrigðilegir á lit veidd- ust og þar á meöal voru brúnsvartur trjónufiskur, hvít ýsa, deplótt keila og brúnir karfar. Lengdarmet Ekki voru sett mörg lengdarmet en þó veiddist 109 cm snarphali í apríl á grá- lúðuslóö vestan Víkuráls og 33 cm ískóð í mars á 290-340 m dýpi við Kolbeinsey og 126 cm biágóma einnig í mars á 328-346 m dýpi á Þórsbanka undan SA- landi. Sjaldséðir fiskar utan lögsögunnar Nokkrar fisktegundir bárust af miðun- um utan við 200 sjómílna lögsögunnar og voru þessar helstar: Úthafsangi, Maulisia microlepis - Maí, SA af Hvarfi (56°48'N, 33°91'V), 732-878 m, 27 cm, flotvarpa. - Maí, SA af Hvarfi (56°52’N, 35°26'V), 692-732 m, 3 stk. 26, 27, 28 cm. Broddatanni, Borostomias antarcticus - Mars, Grænlandshaf (62°01'N, 30°31'V), 500 m, 2 stk. meðallengd 32 cm, flotvarpa. - Júlí, Grænlandshaf, 670-700 m, 53 stk. flotvarpa. Sláni, Anotopterus pharao - Ágúst, Grænlandshaf (63°01'N, 33°58’V), 10 m, 86 cm flotvarpa. í maga fundust sandsíli, karfaseiði og laxsíldar. Rauðserkur, Beryx decadactylus - Apríl, Reykjaneshryggur (61°22'N, 29°51'V), 604 m, 55 cm. Fagurserkur, Beryx splendens - Maí, Grænlandshaf (58°43'N, 33°02'V). 750 m, 44 cm, hængur, 1259 g, flotvarpa. í maga var ljósáta. Kistufiskur, Scopelogadus beanii - Mars, Grænlandshaf (62°01'N, 30°31'V), 300 m, eitt stk., flotvarpa. Svartdjöfull, Melanocetus johnsoni - Maí, SA af Hvarfi (56°48'N, 33°19'V), 732-878 m, 9 cm, flotvarpa. Þessi tegund hefur ekki fundist ennþá á íslandsmiðum svo kunnugt sé. Lúsífer, Himantolophus groenlandicus - Maí, Grænlandshaf (58°43'N, 33°02'V), 750 m, 24 cm, 818 g, flotvarpa. Sædjöfull, Ceratias holboelli - Júlí, Grænlandshaf (61°10’N, 36°52’V), 700 m, 2 stk. 14 og 30 cm, flotvarpa. Fiskur af kolskeggjaætt, Melanostomii- dae, Pachyostomias microdon, 21 cm langur, veiddist í júní eða júlí 1994 á djúpkarfaslóðinni SA af Hvarfi. Hann var ekki með í skránni um sjaldséða fiska 1994. Þessi fisktegund hefur ekki veiðst ennþá innan 200 sjómílnanna við ísland. Hryggleysingjar Nokkrir hryggleysingjar bárust með fiskasýnunum til Hafrannsóknastofnun- ar og eru þessir helstir: Holdýrið Epizoant- hus paguriphilus sem er í sambýli við krabbadýrið Parapagurus pilosimanus veiddist í janúar SV af Selvogsbankatá. Ýmis krabbadýr veiddust þar á meöal sk. biindrækja, Stereomastis sculpta, sem veiddist í janúar í Grindavíkurdjúpi og SV af Selvogsbankatá og í apríl á grá- lúðuslóö vestan Víkuráls. Glerrækja, Pasiphaea multidentata, veiddist S af Vest- mannaeyjum í janúar. Af öðrum krabba- dýrum má nefna Pandalus propinquus, Acanthephyra purpurea og Ephyrina spp. sem fengust í janúar djúpt undan Suður- landi. Samlokuskeljarnar ægisdrekka, Lima excavata, og geisladiskur, Pecten septemradiatus bárust frá djúpmiöum sunnanlands. Smokkfiskarnir fiskikraki, Benthoctopus piscatorius, og pungkraki, Graneledone verrucosa, veiddust og nokkr- ar tegundir skrápdýra, þar á meðal kross- fiskarnir næfurstjarna, Hymenaster pellucidus, himnustjarna, Hymenaster sp., Bathybiaster vexillifer, Henricia sp., Psilast- er andromeda, Paraniomorplia sp. o.fl., auk ígulkera eins og Araeosoma hystrix, A. fenestratum, Poriocidaris purpurata o.fl. Skip og menn Auk rannsóknaskipanna Árna Friðriks- sonar, Bjarna Sæmundssonar og Drafnar og ralltogaranna Bjarts NK, Brettings NS, Múlabergs ÓF, Rauðanúps ÞH og Vest- mannaeyjar VE veiddu eftirfarandi skip ofangreinda fiska: Andvari VE, Breki VE, Eldeyjarsúla GK, Gjafar VE, Happasæll KE, Haraldur Kristjánsson HF, Harðbakur EA, Hegranes SK, Hoffell SU, Hrafn Svein- bjarnarson GK, Jónína Jónsdóttir SF, Kambaröst SU, Ólafur Jónsson GK, Rán HF, Siglfiröingur Sl, Siglir SI, Sléttanes ÍS, Snæfugl SU, Sólbakur EA, Stakfell ÞH, Stefnir ÍS, Svaibakur EA, Vigri RE, Víðir EA, Ýmir HF, Þingey ÞH, Þórsnes II SH, Þuríður Halldórsdóttir GK og Örfirisey RE. Við þökkum áhöfnum ofangreindra skipa fyrir það ágæta starf að safna þess- um fiskum og koma upplýsingum til Hafrannsóknastofnunar. Sérstakar þakkir eru færðar þeim Aðalsteini Aðalsteinssyni og Halli Gunnarssyni á Hrafni Svein- bjarnarsyni GK, Aðalsteini Einarssyni á Sléttanesi ÍS, Eiríki Ragnarssyni á Haraldi Kristjánssyni HF, Guðjóni Guðjónssyni á Hoffelli SU, Magnúsi Þorsteinssyni á Ými HF, Oscar Montes á Vestmannaey VE, Sigurði Péturssyni á Vigra RE, Sigurði Gestssyni á Rán HF, Sveini Péturssyni á Stefni ÍS, Þorgeiri Baldurssyni á Sólbak EA, Þórarni Traustasyni á Víði EA svo og starfsfólki Rannsóknastöðvarinnar í Sandgerði, Veiðieftirlitsmönnum og úti- bússtjórum Hafrannsóknastofnunar. □ Helstu heimildir Bertelsen, E., T. W. Pietsch and R.J. Lavenberg. 1981. Ceratioid anglerfishes of the family Gigantactinidae: Morphology, systematics, and distribution. Natural Hi- story Museum of Los Angeles County. Contributions in Science 332, 1-74. Bertelsen, E. & G. Krefft. 1988. The ceratioid family Himantolophidae (Pisces, Lophii- formes). Steenstrupia 14(2): 9-89. Gunnar Jónsson. 1992. íslenskir fiskar 2. útg. aukin. Fjölvaútgáfan, 568 bls. Gunnar Jónsson. 1994. Nokkrar nýjar fiskteg- undir á íslandsmibum. Ægir, 87(7-8): 20-24. Gunnar Jónsson. 1995. Nýjar fisktegundir á íslandsmiðum. Ægir, 88(10): 37-41. Gunnar Jónsson, Jakob Magnússon, Vilhelm- ína Vilhelmsdóttir, Jónbjörn Pálsson. 1995. Sjaldséðir fiskar árið 1994. Ægir 88(3): 23-28. Whitehead, P.J.P. o.m.fl. (ritstj.). 1986. Fishes of the North-eastern Atlantic and the Mediterranean. 2. 511-1008 bls. Unesco. Paris. 38 ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.