Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1996, Page 30

Ægir - 01.09.1996, Page 30
Akurfell hf.: Sjókælikerfin vinsælu „Á þessari sýningu verður Akur- fell með bás ásamt tveimur norsk- um aðilum sem við erum umboðs- menn fyrir. Þetta eru fyrirtækin Teknotherm sem framleiðir sjó- kælikerfi og MMC sem framleiðir vakúmdælur og einnig ískælikerfi fyrir skip," segir Björgvin Ingva- son framkvæmdastjóri Akurfells í samtali við Ægi. Teknotherm A/S í Noregi er leiðandi framleiðandi á sviði sjókælikerfa í heim- inum og hefur afar sterka markaðsstöðu í sínu heimalandi og nálægum löndum. Flest stærstu og glæsilegustu nótaskip íra og Skota eru búin sjókælikerfum frá RSW en sjókælikerfi eru orðinn ómiss- andi þáttur í nótaveiðum eins og þær eru stundaðar í dag. „Það er óhætt að tala um skriðu í þessu sambandi," segir Björgvin um fjölgun sjókælikerfa í íslenskum nóta- skipum. Öll nótaskip, sem breytt var á síðasta ári og eru nú í breytingu, hafa tekið sjókælikerfi um borð og næsta skip sem bætist í hóp þeirra er Örn KE sem nú í breytingum í Póllandi en þar mun verða ískæling að auki. Fjögur not- uð nótaskip bættust í flota íslendinga á vordögum og þau eru öll búin sjókæli- kerfum. Sjókælikerfi eru varmaskiptakerfi sem dæla sjó í hringrás gegnum lestartanka og kæla hann niður fyrir frostmark. Afl- inn er síðan geymdur í ísköldum tönk- um í sjó og kerfið sér um að halda hon- um köldum. Snögg og öflug kæling getur skipt sköpum þegar sigla þarf með aflann um langan veg og e.t.v. að bíða eftir lönd- um. Kælingin getur ráðið úrslitum um það hvort aflinn er hæfur til manneldis eða til vinnslu hágæðamjöls en eins og margir vita hefur orðið tæknibylting i íslenskum fiskimjölsverksmiðjum á undanförnum árum með stóraukinni áherslu á framleiðslu hágæðamjöls. Tvær gerðir af kælikerfum eru notað- ar í þessum tilgangi. Annars vegar sjó- kælikerfi og hinsvegar ísblöndun. Mörg stór nótaskip t.d. Norðmanna hafa bæði kerfin og sú leið var farin í Beiti NK sem endurbyggður var á síðasta ári en þar má beita ísblöndun og sjókælingu jöfn- um höndum. Örn KE hefur ískælingu en langflestir hafa látið sjókælikerfið eitt duga. „Við höfum selt sjókælikerfi í þrjú stór íslensk nótaskip, við komum til með að eiga ískerfi í Eminum. Auk þeirra sem þegar hafa ákveðið sig eru mjög margir að velta fyrir sér ýmsum mögu- leikum þessa máls," segir Björgvin. Jón Eggertsson meðeigandi og Björgvin Ingvason framkvœmdastjóri Akurfells. Akurfell er í samstarfi við danskt fyr- irtæki, ALKAB sem hefur sérhæft sig í gerð plaströra fyrir sjókælikerfi og sam- setningu ventlakistna fyrir kerfin þar sem eingöngu er notast við plaströr í stað stálröra áður. „Ventlakistan er nokkurs konar hjarta sjókælikerfisins. Þar eru lokar og stýri- kranar fyrir alla tankana sem eru 7-9 talsins í venjulegu skipi. Þama þarf vél- stjórinn að stýra kælingunni og hand- stilla rennsli gegnum hvern tank fyrir sig sem er vandaverk. Það skiptir miklu máli að þetta sé þægilegt í umgengni." Helstu kostir þess að nota plast í stað stáls er að kerfið verður viðhaldsfrítt, fljótlegra í uppsetningu og smíðum og síðast en ekki síst miklu léttara. Vakúmdælurnar frá MMC hafa notið mikilla vinsælda og em komnar á flestar Austfjarðahafnir enda sannanlega besta aðferðin til þess að dæla afla úr skipi upp í vinnsluhús án þess að hann verði fyrir nokkru hnjaski. Við löndun á síld til manneldis og loðnu er hún talin ómissandi enda er þetta dæla sem getur dælt lifandi fiski og reyndar mikið not- uð til þess í norskum fiskiðnaði. „Staðreyndin er sú að MMC-dælurn- ar hafa reynst afar vel fyrir austan en hér syðra gætir meira flóðs og fjöru og það er náttúrulögmál að með þessari að- ferð er ekki hægt að dæla hærra en 9 metra. Þetta verður auðvitað ekkert vandamál þar sem dælurnar eru um borð í skipunum." Björgvin segir að dælurnar hafi fjöl- þætt notagildi því þær henti sérlega vel í fiskvinnslu til færslu hráefnis bæði á land og milli vinnslusviða en það fari mjög í vöxt að vinnsluskip séu búin slíkum dælum til þess að færa aflann t.d. frá móttöku til flokkara. Þetta hefur gefið góða raun í stórum rækjutogurum því dælan fer svo vel með hráefnið sem raun ber vitni. „Ég sé fyrir mér að okkar markaður sé ekkert síður um borð í skipunum en í landi." Akurfell ehf. selur sjókælikerfi í Hólmaborg Ákveðið hefur verið að kaupa sjó- kælikerfi RSW frá TEKNOTHERM a/s í Hólmaborg SU 11 sem sett verður í skipið í Póllandi í haust þegar Hólma- borgin verður lengd. Kerfið verður mjög stórt eða 1.5 mil. kcal pr. klst. og kæli- miðillinn verður ammóníak NH3. Allar sjólagnir verða úr plasti og það er fyrir- tækið ALKAB í Esbjerg sem sér um upp- setningu á þeim. Akurfell er einnig umboðsaðili fyrir MMC-vakúmdælur en nær öll notuðu nótaskipin sem keypt hafa verið til landsins á fyrrihluta þessa árs hafa verið með MMC-vakúmdælur um borð. □ 30 ÆGIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.