Ægir - 01.09.1996, Blaðsíða 30
Akurfell hf.:
Sjókælikerfin vinsælu
„Á þessari sýningu verður Akur-
fell með bás ásamt tveimur norsk-
um aðilum sem við erum umboðs-
menn fyrir. Þetta eru fyrirtækin
Teknotherm sem framleiðir sjó-
kælikerfi og MMC sem framleiðir
vakúmdælur og einnig ískælikerfi
fyrir skip," segir Björgvin Ingva-
son framkvæmdastjóri Akurfells í
samtali við Ægi.
Teknotherm A/S í Noregi er leiðandi
framleiðandi á sviði sjókælikerfa í heim-
inum og hefur afar sterka markaðsstöðu
í sínu heimalandi og nálægum löndum.
Flest stærstu og glæsilegustu nótaskip
íra og Skota eru búin sjókælikerfum frá
RSW en sjókælikerfi eru orðinn ómiss-
andi þáttur í nótaveiðum eins og þær
eru stundaðar í dag.
„Það er óhætt að tala um skriðu í
þessu sambandi," segir Björgvin um
fjölgun sjókælikerfa í íslenskum nóta-
skipum. Öll nótaskip, sem breytt var á
síðasta ári og eru nú í breytingu, hafa
tekið sjókælikerfi um borð og næsta
skip sem bætist í hóp þeirra er Örn KE
sem nú í breytingum í Póllandi en þar
mun verða ískæling að auki. Fjögur not-
uð nótaskip bættust í flota íslendinga á
vordögum og þau eru öll búin sjókæli-
kerfum.
Sjókælikerfi eru varmaskiptakerfi sem
dæla sjó í hringrás gegnum lestartanka
og kæla hann niður fyrir frostmark. Afl-
inn er síðan geymdur í ísköldum tönk-
um í sjó og kerfið sér um að halda hon-
um köldum.
Snögg og öflug kæling getur skipt
sköpum þegar sigla þarf með aflann um
langan veg og e.t.v. að bíða eftir lönd-
um. Kælingin getur ráðið úrslitum um
það hvort aflinn er hæfur til manneldis
eða til vinnslu hágæðamjöls en eins og
margir vita hefur orðið tæknibylting i
íslenskum fiskimjölsverksmiðjum á
undanförnum árum með stóraukinni
áherslu á framleiðslu hágæðamjöls.
Tvær gerðir af kælikerfum eru notað-
ar í þessum tilgangi. Annars vegar sjó-
kælikerfi og hinsvegar ísblöndun. Mörg
stór nótaskip t.d. Norðmanna hafa bæði
kerfin og sú leið var farin í Beiti NK sem
endurbyggður var á síðasta ári en þar
má beita ísblöndun og sjókælingu jöfn-
um höndum. Örn KE hefur ískælingu
en langflestir hafa látið sjókælikerfið
eitt duga.
„Við höfum selt sjókælikerfi í þrjú
stór íslensk nótaskip, við komum til
með að eiga ískerfi í Eminum. Auk þeirra
sem þegar hafa ákveðið sig eru mjög
margir að velta fyrir sér ýmsum mögu-
leikum þessa máls," segir Björgvin.
Jón Eggertsson meðeigandi og Björgvin
Ingvason framkvœmdastjóri Akurfells.
Akurfell er í samstarfi við danskt fyr-
irtæki, ALKAB sem hefur sérhæft sig í
gerð plaströra fyrir sjókælikerfi og sam-
setningu ventlakistna fyrir kerfin þar
sem eingöngu er notast við plaströr í
stað stálröra áður.
„Ventlakistan er nokkurs konar hjarta
sjókælikerfisins. Þar eru lokar og stýri-
kranar fyrir alla tankana sem eru 7-9
talsins í venjulegu skipi. Þama þarf vél-
stjórinn að stýra kælingunni og hand-
stilla rennsli gegnum hvern tank fyrir
sig sem er vandaverk. Það skiptir miklu
máli að þetta sé þægilegt í umgengni."
Helstu kostir þess að nota plast í stað
stáls er að kerfið verður viðhaldsfrítt,
fljótlegra í uppsetningu og smíðum og
síðast en ekki síst miklu léttara.
Vakúmdælurnar frá MMC hafa notið
mikilla vinsælda og em komnar á flestar
Austfjarðahafnir enda sannanlega besta
aðferðin til þess að dæla afla úr skipi
upp í vinnsluhús án þess að hann verði
fyrir nokkru hnjaski. Við löndun á síld
til manneldis og loðnu er hún talin
ómissandi enda er þetta dæla sem getur
dælt lifandi fiski og reyndar mikið not-
uð til þess í norskum fiskiðnaði.
„Staðreyndin er sú að MMC-dælurn-
ar hafa reynst afar vel fyrir austan en
hér syðra gætir meira flóðs og fjöru og
það er náttúrulögmál að með þessari að-
ferð er ekki hægt að dæla hærra en 9
metra. Þetta verður auðvitað ekkert
vandamál þar sem dælurnar eru um
borð í skipunum."
Björgvin segir að dælurnar hafi fjöl-
þætt notagildi því þær henti sérlega vel
í fiskvinnslu til færslu hráefnis bæði á
land og milli vinnslusviða en það fari
mjög í vöxt að vinnsluskip séu búin
slíkum dælum til þess að færa aflann
t.d. frá móttöku til flokkara. Þetta hefur
gefið góða raun í stórum rækjutogurum
því dælan fer svo vel með hráefnið sem
raun ber vitni.
„Ég sé fyrir mér að okkar markaður sé
ekkert síður um borð í skipunum en í
landi."
Akurfell ehf. selur sjókælikerfi í
Hólmaborg
Ákveðið hefur verið að kaupa sjó-
kælikerfi RSW frá TEKNOTHERM a/s í
Hólmaborg SU 11 sem sett verður í
skipið í Póllandi í haust þegar Hólma-
borgin verður lengd. Kerfið verður mjög
stórt eða 1.5 mil. kcal pr. klst. og kæli-
miðillinn verður ammóníak NH3. Allar
sjólagnir verða úr plasti og það er fyrir-
tækið ALKAB í Esbjerg sem sér um upp-
setningu á þeim.
Akurfell er einnig umboðsaðili fyrir
MMC-vakúmdælur en nær öll notuðu
nótaskipin sem keypt hafa verið til
landsins á fyrrihluta þessa árs hafa verið
með MMC-vakúmdælur um borð. □
30 ÆGIR