Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.09.1996, Qupperneq 72

Ægir - 01.09.1996, Qupperneq 72
Bárður Hafsteinsson í Skipatækni 22% nýsköpunarskattur af völdum úreltra úreldingarreglna „Mér finnst ótrúlegt hve fast stjórnvöld halda við núverandi úrelding- arreglur sem standa endurnýjun flotans fyrir þrifum. Ég get ekki séð skynsemina í þessu og það er undarlegt hve margir útgerðarmenn eru hlynntir þessu," segir Bárður Hafsteinsson forstjóri í Skipatækni í samtali við Ægi. „Ég get ekki séð að t.d. loðnuflotinn sé nógu stór mið- að við núverandi aðstæður." Afnám eða breyting núverandi úreld- ingarreglna er baráttumál Bárðar en hann telur að þær komi í veg fyrir eðli- lega endurnýjun og stefni öryggi loðnu- flotans í hættu. „Við getum tekið sem dæmi útgerð- armann sem á nótaskip eins og Örninn, sem nú er í breytingum í Póllandi. Fyrir breytingu mælist skipið 1308 rúmmetr- ar og lestar rúmlega 750 tonn. Ef út- gerðarmaðurinn vildi byggja nýtt skip sem ber nákvæmlega jafnmikinn afla í sjókælitönkum og vill jafnframt að skipið uppfylli nútímakröfur varðandi öryggi skipsins og aðbúnað áhafnar, þá verður nýja skipið með 1.000 rúmmetra lestar og ber 750 tonn í tönkum. Það myndi mælast 2.891 rúmmetri eða 1.583 rúmmetrum stærra en gamla skipið. Þennan mismun í rúmmetrum þyrfti útgerðarmaðurinn að kaupa fyrir ca. 90 þúsund krónur rúmmetrann og úrelda. Þetta myndi því kosta 142 millj- ónir til viðbótar við smíðaverð skipsins sem gæti verið um 650 milljónir þannig að þetta er nýsköpunarskattur upp á 22%, bara fyrir að endurnýja skip með nákvæmlega sömu burðargetu." Þessar reglur gilda einnig um breyt- ingar á yngri skipum en skip sem eru smíðuð fyrir 1978 eru undanþegin því að kaupa úreldingu samkvæmt reglum sem ráðuneytið setur. „Hólmaborgin, sem verður lengd um 14 metra í haust, er smíðuð 1978 og er því réttum megin við mörkin en ef hún væri 10 árum yngri þyrfti útgerðin að kaupa úreldingu fyrir tugi milljóna til þess að framkvæma þessa breytingu." Bárður segir að auk þess að virka sem nýsköpunarskattur komi þetta engum til góða nema þeim sem vilja hætta út- gerð og geta þannig selt gömul skip á uppsprengdu verði. Bárður Hafsteinsson forstjóri í Skipatækni. „Þetta er brýnt mál og löngu tíma- bært að stjórnvöld geri eitthvað í þess- um efnum. Þetta er óskiljanleg afstaða því með núverandi nótaflota er ekki tryggt að leyfilegur afli náist úr uppsjáv- arstofnum og ekki hægt að svara kröf- um tímans um vöndun hráefnis." Skipatækni, sem Bárður er í forsvari fyrir, er rúmlega 20 ára gamalt fyrirtæki sem, eins og nafnið bendir til, teiknar og hannar skip, bæði nýsmíðar og breytingar. Margt aflaskipið hefur orðið til á teikniborðunum í Skipatækni í ár- anna rás og of langt að telja þau öll upp en síðasta nýsmíðin var Guðbjörg ÍS sem hiklaust er talið með fullkomnustu fiskiskipum í heiminum í dag. Helstu viðfangsefni sem Skipatækni er að vinna að um þessar mundir er hönnun og umsjón mjög mikilla breyt- inga sem verið er að gera á Erni KE og verið að undirbúa samskonar breytingar á Bergi VE. Þessar breytingar fela í sér þá nýbreytni að skipt er um skrokk að framan og byggt utan á afturskipið til þess að auka stöðugleikann. í næsta áfanga hjá Erninum verður svo skipt um allt ofandekks, brú og vistarverur og þá verður fátt eftir upprunalegt í þessu gamla skipi. Svo stórar breytingar hafa ekki verið gerðar áður. „Þetta hefur þróast svona stig af stigi en við höfðum aldrei hannað svona breytingar þegar við tókum Örninn að okkur." Nýsmíðar eru stöðugt til umræðu og Skipatækni er að vinna forvinnu vegna smíða á nýju fjölveiðiskip fyrir Sam- herja á Akureyri. Smíðasamningar hafa ekki verið gerðir enn en ljóst að hér verður um að ræða skip sem er sam- bærilegt við það besta sem gerist á þessu sviði við Norður-Atlantshafið og mun geta borið rúmlega 2.00 tonn af bræðslufiski. Skipatækni vann fyrr á ár- inu að undirbúningi nýsmíðar fyrir Tog- araútgerð ísafjarðar en það verkefni liggur niðri eins og er. Ýmsar nýsmíða- hugmyndir eru einnig í gangi fyrir er- lenda aðila. □ 72 ÆGIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.