Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1996, Page 122

Ægir - 01.09.1996, Page 122
Nýja skoðunarstofan: Jr Oháð eftirlit nauðsynlegt „Meginhlutverk okkar hjá Nýju skoðunarstofunni er að hafa eftirlit með að- stöðu, búnaði, hreinlæti og innra eftirliti hjá vinnsluleyfishöfum. Til þess að hljóta vinnsluleyfi (þ.e. leyfi til útflutnings á fiski eða fiskafurðum) þarf fram- leiðandi að uppfylla tvö meginskilyrði. í fyrsta lagi þarf hann að gera skrifleg- an samning við viðurkennda skoðunarstofu og í öðru lagi þarf hann að upp- fylla kröfur laga og reglugerða varðandi, aðstöðu, búnað, hreinlæti og innra eftirlit. Eftir að leyfi er fengið og starfsemin hafin framkvæmir skoðunarstof- an reglubundnar skoðanir hjá vinnsluleyfishafa til að tryggja að ákvæði laga og reglugerða séu haldin," sagði dr. Róbert Hlöðversson, framkvæmdastjóri Nýju skoðunarstofunnar, í samtali við Ægi. Nýja skoðunarstofan hf. var stofnuð í febrúar 1993. Stofnendur voru frjálsir út- flytjendur, fiskverkendur, útgerðarmenn, Félag íslenskra stórkaupmanna og einstak- lingar. Hluthafar eru 34 og hlutafé rúmar 8 milljónir. Ársvelta er í kringum 20 millj- ónir og starfsmenn eru 5, framkvæmda- stjóri, skrifstofustjóri og þrír skoðunar- menn sem eru staðsettir í Reykjavík, á Húsavík og á ísafirði. Rúmlega helmingur skipa- og bátaflota landsins er samnings- bundinn NS og u.þ.b. 30% af landvinnsl- um og er NS því stærsta skoðunarstofa landsins. Það fer eftir ýmsu hve oft þarf að skoða hjá fyrirtækjum. Séu öll mál í góðu lagi þarf ekki að skoða nema 2-4 sinnum á ári meðan önnur þurfa 12-24 skoðanir en al- gengast er, að sögn Róberts að fyrirtækin séu heimsótt einu sinni í mánuði. Um áramótin 1992-93 gengu í gildi ný lög um meðferð sjávarafurða og eftirlit með framleiðslu þeirra. Þar er sett fram krafa um að allir sem veiða, flytja, geyma eða verka fisk skuli koma á innra eftirliti með framleiðslu sinni. Innra eftirlitið skal byggja á s.k. HACCP-gæðaeftirlitskerfi en það hefur verið þýtt á íslensku sem: Grein- ing áhættuþátta og mikilvægra eftirlits staða, skammstafað GÁMES á íslensku. Uppsetning slíkra gæðaeftirlitskerfa krefst nokkurrar sérþekkingar. Starfsmenn NS hafa aflað sér þessarar þekkingar og veita viðskiptavinum sínum sem og öðrum matvælaframleiðendum sértæka ráðgjöf á þessu sviði. Hluti innra eftirlitsins er gerð gæðahandbókar sem lýsir gæðakerfinu, reglubundnar skráningar og umhald gagna. „Þetta hefur oft í för með sér mikið pappírsfargan sem vill verða þyrnir í aug- um þeirra sem vinna með kerfið. Tækni- val hf. hefur nú fundið lausn á þessu vandamáli með hugbúnaðinum Gæðaeft- irlitskerfi Hafdísar II en kerfið heldur utan um gæðahandbók, skráningar, úrbætur og þess háttar á tölvutæku formi. Nýja skoð- unarstofan hefur undirritað samstarfs- samning við Tæknival Markmiðið er að auðvelda framleiðendum að nýta sér þessa tækni og það hefur þegar borið góðan ár- angur t.d. í rækjuvinnslu," sagði Róbert. Samkvæmt körfum HACCP-gæðaeftir- litskerfis ber fyrirtækið ábyrgð á að starfs- fólk fái fullnægjandi þjálfun í gæðamál- um. Nýja skoðunarstofan hefur haldið fjölda 1-2 daga námskeiða um þetta efni fyrir starfsfólk i matvælaiðnaði. Þátttak- endum er kennt hver sé hinn fræðilegi bakgrunnur HACCP-kerfisins og hvernig kerfið er sett upp í matvælaiðnaði og fer fræðslan fram í formi fyrirlestra og æf- ingaverkefna. Námskeiðinu lýkur með prófi frá Fiskistofu og tilheyrandi viður- kenningaskjali. Þegar lögin um eftirlit og mat á fiski og fiskafurðum voru felld úr gildi árið 1993 var fiskmat á vegum hins opinbera úr sög- unni. Hlutverk hins opinbera nú miðast eingöngu við að tryggja neytendum ör- Róbert Hlöðversson framkvœmdastjóri Nýju skoðnuarstoýumar. ugga og heilnæma vöm, svo og að koma í veg fyrir viðskiptasvik. Hagsmunaaðilar koma sér að öðm leyti saman um hvernig gæði vörunnar em skilgreind. Komi upp ágreiningur milli þessara aðila um gæði vömnnar getur verið nauðsynlegt að eiga kost á að leita til óháðs úrskurðaraðila. Skoðunarmenn Nýju skoðunarstofunnar hf. hafa öll fiskmatsréttindi og em að auki þrautþjálfaðir fiskmatsmenn. „Við erum þess vegna vel í stakk búnir að veita slíka þjónustu og gerum það þeg- ar þess er óskað. Þetta hafa útflytjendur sjávarafurða í vaxandi mæli nýtt sér og látið skoðunarmenn okkar gera úttekt á afurðunum áður en gámurinn fer úr landi en með þessu má tryggja sig fyrir því að kaupandi kvarti yfir gæðum vömnnar eft- ir að hún kemur í hans hendur. Slík tjón eru oft mjög kostnaðarsöm, bæði fyrir framleiðanda og útflutningsaðila. Erlendir kaupendur geta einnig haft af því hag að láta óháðan aðila skoða vöruna áður en kaup eru ákveðin og það sama má segja um tryggingafélög, banka og aðra aðila sem hagsmuna eiga að gæta," sagði Ró- bert að lokum. □ 122 ÆGIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.