Ægir - 01.05.1997, Page 9
Stuart Barlow, framkvœmdastjóri Alþjóðasamtaka fiskmjölsframleiðenda, óttast að Grœnfriðungar snúi sér ncest að baráttu gegn
brœðsluveiðum íslendinga og fieiri þjóða og fylgi þannig eftir vel skipulögðum aðgerðum gegn brœðsluveiðum í Norðursjó.
Mynd: Þorgeir Baldursson
einnig öðmm fiskistofnum, fuglum,
einkum lunda, og sjávarspendýrum.
Ekki leið á löngu uns sjávarútvegsris-
inn Unilever tilkynnti að fyrirtækið
myndi hætta að kaupa lýsi unnið úr
bræðslufiski úr Norðursjó sem ekki
væri nýttur á sjálfbæran hátt. Önnur
stórfyrirtæki á borð við Sainsbury,
Co'op, United Biscuits og Tesco
ákváðu einnig að hætta notkun afurða
af bræðsluveiðum úr Norðursjó í fram-
leiðsluvörum sínum. Sem dæmi um
hertækni Grænfriðunga má nefna að
um 150 þeirra klæddu sig upp sem
lunda og mótmæltu fyrir utan eina af
verksmiðjum United Buscuits. Ekki
liðu nema nokkar klukkustundir uns
United Buscuits tilkynnti opinberlega
að fyrirtækið myndi innan árs hætta
notkun lýsis sem unnið væri úr fiski
sem ekki eru stundaðar sjálfbærar veið-
ar á. Að sögn Barlows hafði herferð
Grænfriðunga takmörkuð áhrif á eftir-
spurn eftir mjöli og lýsi enda var hún
einskorðuð við Bretlandseyjar. Talið er
að eftirspurn í Bretlandi hafi dregist
saman um rúm 10.000 tonn á ári þar
sem ákvörðun Unilever um að hætta
notkun á lýsi lá fyrir áður en Grænfrið-
ungar létu til skarar skríða en fyrirtæk-
ið notaði um 60.000 tonn á ári. Á
heimsvísu minnkaði framboð á Iýsi
þannig að verð á því lækkaði ekki.
Barlow dregur hins vegar ekki í efa
aö aðgerðir Grænfriðunga og öll um-
fjöllunin í fjölmiðlum hafi haft mjög
slæm áhrif á ímynd fiskveiðanna í aug-
um almennings. Hér sýndi sig enn og
aftur hversu greiðan aðgang umhverf-
issamtök eiga að fjölmiðlum og hversu
mjög skortir á að sjávarútvegurinn í
heild bregðist við aðför af þessu tagi. í
upphafi virtust mörg samtök sjómanna
á Bretlandseyjum leggja blessun sína
yfir þessar aðgerðir þar sem þær
beindust einkum og sér í lagi að Dön-
um en afstaða þeirra virðist þó hafa
breyst nokkuö síðan. Ekki bætti heldur
úr skák að jafnt almenningur sem og
mörg stórfyrirtækjanna vissu harla lítið
um bræðsluveiðar eða með hvaða
hætti þeim er stjórnað.
Herferð gegn neyslu
á matfiskum í uppsiglingu
Hætt er við að sú mynd sem neytendur
í Bretlandi og á meginlandi Evrópu
hafa af fiskveiðum og ástandi fiski-
stofna sé allt önnur en almenningur til
að mynda í Noregi eða á íslandi hefur.
Staðreyndin er sú að hin sameiginlega
fiskveiðistefna Evrópusambandsins er
komin í verulegar ógöngur og raunar
hefur það lengi verið ljóst. Margir
helstu fiskistofnar innan lögsögu
bandalagsins era ofnýttir en flestir aðr-
ir fullnýttir og illa hefir gengið að
skera niður afkastagetu ESB-flotans. í
ofanálag logar allt í innbyrðis deilum
milli einstakra ríkja þegar kemur að
því að taka mikilvægar ákvarðanir, ekki
síst þegar skera á niður í kvótum eða
fiskveiðigetu. Nýleg niðurstaða ríkja
ESB um niðurskurð á kvótum í Norður-
sjó, þar sem ekki var gengið eins langt
__________________________ ÆGIR 9