Ægir

Volume

Ægir - 01.05.1997, Page 11

Ægir - 01.05.1997, Page 11
Úr loðdýrarækt í fiskhausaþurrkun með góðum árangri: w Utf lutn i ngsvara verður til á Flúðum heimsókn í fyrirtækið Flúðafisk „Það má eiginlega segja að núna sé að verða sprenging í þessu hjá okkur. Framboð á hráefni er mikið og eigin- lega höfum viö varla undan að verka," segir Gunnar Hallgrímsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda Flúðafisks hf. á Flúðum, þegar Ægir heimsótti fyrirtæki hans nýverið. Vanalega er fiskverkanir að finna við sjávarsíðuna en sem betur fer eru þess dæmi að störf tengd sjávarút- vegi hafi líka orðið upp til sveita, eins sannast á Borgarási við Flúðir. Gunnar var á árum áður í loðdýra- rækt en hörfaði úr þeirri grein eins og svo margir aðrir og samtvinnaði þekk- ingu sína úr störfum við sjávarútveg og hugvit að breyta loðdýrahúsi í hausa- verkun. Framleiðnisjóður landbúnað- arins lagði þessu framtaki lið á árinu 1993 þegar Gunnar fór af stað og óhætt er að segja að verkunin hafi síð- an eflst jöfnum skrefum. sveita höfðu skipt yfir í rúlluheyskap en blásararnir koma í góöar þarfir í fiskverkuninni við að blása heitu lofti í gengum þurrkklefana. „Ég er samt ekki viss um að þetta sé hlutur sem allir gætu farið út í. I mínu tilfelli nýtti ég mér reynslu úr fyrri störfum við sjávar- útveg og síðan þarf aðstaðan að vera fyrir hendi, sem og hráefni," segir Gunnar. Úr verkuninni hjá Flúðafiski. Þetta litla fyrirtœki langt uppi í landi hefur skapað 10-12 ársverk við vinnslu á sjávarafurðum. MyndmjóH Á síðasta ári verkaði Flúðafiskur úr um 1400 tonnum af blautu hráefni en frá áramótum fram aö síðustu páskum var hráefnið komið í nærri 700 tonn og flest bendir til aö sett verði met í framleiðslunni þetta ári. Gunnar segir að með verkuninni hafi orðið til 10-12 heilsársstörf en vinnsla er árið um kring. Afurðirnar fara allar á markað í Nígeríu en SÍF sér um sölumálin. Gunnar segist ekki sjá því neitt til fyrirstöðu að reka verkun af þessu tagi þetta langt frá sjó. Hann nýtti sér land- kosti á jörðinni og boraði eftir heitu vatni við hlið loðdýraskálans og þar fær hann nægt vatn til ab nota við þurrkunina. Víba voru fáanlegir súg- þurrkunarblásarar þegar bændur til Gunnar Hallgrímsson með haus sem senn verður veislumatur á borðum í Nígeríu. ÆGIR 1 1

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.