Ægir

Årgang

Ægir - 01.05.1997, Side 35

Ægir - 01.05.1997, Side 35
Tel veiðileyfagjaldið óskynsamlegan og óréttlátan skattstofn segir Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður Steingrímur J. Sigfússon segir starfsmenn sjávarútvegsfyrirtœkjanna, fiskvinnslufólkið, sjómennina og íbúa sjávarútvegsbyggðarlaganna deila kjörum tneð sjávarútveginum og þeirra hagsmunir séu að hagnaður fyrirœkjanna nýtist heima fyrir en fari ekki út úr fyrirœkjunutn. MyndtjÓH Steingrímur J. Sigfússon, alþings- ma&ur og forma&ur sjávarútvegs- nefndar Alþingis, sagöi í erindi sínu fundinum á Akureyri um vei&ileyfa- gjald a& ekki þurfa a& ey&a tíma í a& rífast um skýrslu hagfræ&inga til aö sjá a& me& grei&slu auölindagjalds fari hagna&ur e&a eigiö fé sjávarút- vegsfyrirtækjanna út úr þeim og út úr byggöarlögunum. Þar meö ver&i þetta fjármagn ekki til sta&ar til uppbyggingar og fjárfestingar heima fyrir. „Máliö er ekki flóknara en þetta og hættum þessu rugli. í mínum huga er það svo morgunljóst að starfsmenn sjávarútvegsfyrirtækjanna, sjómenn- irnir, fiskvinnslufólkið og íbúar sjávar- útvegsbyggðarlaganna hafa deilt og munu deila kjömm með sjávarútvegin- um á sínum slóðum. Þannig hefur þetta alltaf verið og mun alltaf verða," sagði Steingrímur. Hann sagðist þeirrar sko&unar að veibileyfagjald sé óskynsamlegur skatt- stofn og óréttlátur, nema því aðeins að þa& rynni til sveitarfélaganna á við- komandi stöðum. Veiðileyfagjald sé einnig sértækur skattur á grein sem skuldi nú þegar 100 milljaröa króna og sé í brýnni þörf fyrir fjárfestingu og uppbyggingu inn í framtíðina. Veiði- leyfagjaldib yrði til að hægja á greiðsl- um skulda fyrirtækjanna. Steingrímur nefndi einnig í rökum sínum að sjávar- útvegurinn sé grein sem ætlast sé til ab standi sig betur en ríkisstyrktar greinar í nálægum iöndum. Greinin þurfi einnig á fjármunum að halda til end- urnýjunar skipa og frystihúsa, til vöm- þróunar og fleiri þátta. Loks nefndi þingmaðurinn að öflug sjávarútvegs- fyrirtæki með góða afkomu séu helsta og nánast eina von landsbyggðarinnar. „Þetta atriði er eitt og sér nægjanlegt til að ég hafni veiðileyfagjaldi. Það er ekki verið að gera þá hluti annars stað- ar í þjóðfélaginu sem gefa manni til- efni til mikillar bjartsýni á byggðaþró- un í þessu landi. Eina sem getur gefið vonir í þessari baráttu er að það gengur sæmilega hjá nokkrum sjávarútvegsfyr- irtækjum og víða er töluverður upp- gangur." Tilhneiging stjórnvalda til að hækka skattstofna sem einu sinni em komnir á sagöi Steingrímur vera vel þekkta og sú hætta yrði fyrir hendi varðandi veiðileyfagjaldið. Þá yrði greinin síðri fjárfestingarkostur fyrir fjárfesta. „Loks er það atriði sem kannski hefði átt á byrja á, þ.e. aö ég tel margar miklu betri leiöir til að leysa þau vandamál sem stuðningsmenn veiði- leyfagjalds telja sig ætla að leysa með veiðileyfagjaldi. Því þá að fara út í þessi ósköp. Það er hægt að skattleggja hagnað fyrirtækja með almennum að- ferðum, ef menn sjá ofsjónum yfir leigu eða sölu veiðiheimilda er hægt að skattleggja það sérstaklega. Vilji menn skattleggja veiðiheimildirnar sérstak- lega þá er auðvelt að gera það með því að láta viðskiptin fara yfir opinn mark- að þar sem verðið er gefið upp og hagnaðurinn liggur fyrir og hægt að taka eitthvað af honum í ríkissjóð. Ef veiðileyfagjald á að leggja á af réttlæt- isástæðum þá er gjaldtaka nú þegar til staðar. Ég tel að þá væri miklu betra að gera breytingar á fiskveiðistjórninni sem endurspegluðu þá þann vilja þjóðarinnar að um einhvers konar nýtingar- en ekki eignarrétt væri að ræða." ÆGIR 35

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.