Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.09.1998, Qupperneq 14

Ægir - 01.09.1998, Qupperneq 14
Heimurinn er eitt stórt markaðssvæði Það er táknrœnt fyrir útflutning Lýsis hf. að Baldur Hjaltason, fram- kvœmdastjóri, hafi heimsmyndina að baki sér enda hefur fyrirtœkið flutt vörur sínar til yfir 100 þjóðlanda á undangengnum 60 árum. í raun lítur Baldur á fyrirtœkið í dag sem markaðssœkið fyrirtœki á alþjóðlegan mcelikvarða sem sérhœfi sig í markaðssetningu og sölu á sjávardýraolíum. mætaaukningunni sem þarf og í öðru lagi stendur á bak við vörumerki okkar sú reynsla í sölu- og markaðssetningu sem til þarf. Allt eru þetta þættir sem við búum að á okkar 60 ára starfs- tíma," svarar Baldur. Glögglega má sjá að góður aðgang- ur að hráefni er lykillinn að því að Lýsi er að ná nýjum mörkuðum með neytendavörur sínar út um allan heim. Til viðbótar við innflutning á túnfisklýsinu má benda á búklýsi sem Lýsi hf. kaupir í Suður-Ameríku og vinnur úr því vörur til útflutnings til Kína og fleiri staða. Með þessu lýsi fæst hærra omega-3 innihald en hægt er að framleiða úr hráefni hér á landi en mikil spurn er eftir lýsi með háu innihaldi af omega-3 fitusýrum. „Staðreyndin er sú að við höfum ekki nema fimm tegundir hér heima. Við bjóðum bara upp á síldarlýsi, loðnulýsi, karfalýsi, þorskalýsi og há- karlalýsi og til að auka framleiðslu- möguleikana verðum við að flytja inn hráefni. Gróflega má segja að 30% af hráefni okkar sé innflutt og það hlut- fall fer stöðugt hækkandi. Með því aukast möguleikar okkar til úrvinnslu og framleiðslu á sérvörum sem eru eftirspurðar í heilsu- og snyrtivöruiðn- aði og ekki má heldur gleyma því að þessar vörur eru að gefa okkur marg- falda verðmætaukningu á við þorska- lýsið." Menning og trúarbrögð skipta máli Útflutningur til margra mismunandi landa kallar á mikla upplýsingavinnu og undirbúning sem í raun þarf að vera mismunandi eftir því hvaða land á í hlut. Baldur segir margar kenningar til um markaðsstarf og hann tekur undir að vissum grundvallaraðferðum verði alltaf að fylgja. Á hinn bóginn verði að kynnast vel menningu og trú- arbrögðum þjóða áður en teknar séu ákvarðanir um aðferðir við markaðs- setningu. „Það þýðir ekki að beita sömu að- ferðum við múslima og búddista, svo dæmi sé tekið. í Kína hafa litir ákveðna merkingu og það vill segja að menn geta algerlega eyðilagt sína markaðssetningu með því að hafa ranga liti á umbúðum vara. Einn litur endurspeglar gleði en annar fyrir sorg og þannig mætti áfram halda. Okkar reynsla er sú að besta leiðin í markaðsstarfinu sé gott samstarf við dreifingaraðila í viðkomandi löndum enda væri ógjörningur að vinna allt héðan að heiman. Við sendum menn til okkar viðskiptalanda reglulega og vitum þannig hvað er að gerast á mörkuðunum en það er mjög erfitt fyrir lítil fyrirtæki að ætla sér stóra hluti á erlendum mörkuðum á stutt- um tíma. Við höfum tekið okkar lang- an tíma í uppbyggingu á framleiðslu og sölu á neytendavöru og það er langtímaþolið sem skiptir máli." -Hvors njótið þið meira á erlendum mörkuðum; að vera fyrirtæki frá ís- landi eða fyrirtækið Lýsi hf. með þekkt vörumerki? „Ég held að þetta blandist saman. Innan iðnaðarins erum við þekktir fyrir sölu á lýsi í tunnum og tönkum en sem aðilar á neytendavörumarkaði 14 SESR

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.