Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1998, Síða 21

Ægir - 01.09.1998, Síða 21
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SIÁVARÚTVEGI Jón Siguröarson, framkvœmdastjóri Fiskafiirða hf. segir viðskiptatcekifœrin mörg í Rússlandi, þrátt fyrir að Rússar séu meira á varðbergi en áður gangvart erlendum aðilum sem áhuga sýna að fjárfestingum í landinu.„Það er eðlilega mikil tortryggni í Rússlandi í garð útlendinga. Bœði á það viðhorf skýringar í fyrrí stjórnarliáttum og einnig hitt að fjöldinn allur af erlendum „sþekúlöntum", eins og Rússar kalla þá, hafa skilið eftir sig sviðna jörð. Nú um stundir erþess vegna ekki auðvelt að fara inn í viðskipti íRússlandi." skrifstofum okkar á Seltjarnarnesi munum við stjórna sölumálunum á afurðunum og hagnaðurinn gengur upp í leigu og eftir ákveðinn tíma eiga Rússarnir að eignast skipin, ef allt gengur að óskum," segirjón. Samstarfsverkefni geta opnað Rússum nýjar leiðir Miðað við fregnir af ástandinu í Barentshafi virðist það í fljótu bragði erfitt verkefni að ráðast í útgerð á svæðinu en Jón bendir á að gríðarlegir þorskkvótar séu á svæðinu, þótt þeir séu vissulega minni en þegar best lét. Hann bendir á að rússneski fiskiskipa- flotinn sé að ganga ört úr sér og þörfin fyrir nýrri og öflugri skip sé mikil. Al- mennt sé fjárfestingarþörf rússneskra fyrirtækja gífurleg en eigið fé þeirra lít- ið og þar af leiðandi litlir burðir til stórra verkefna. Samstarf við erlenda aðila geti opnað rússnesku fyrirtækj- unum nýjar leiðir. „Ég held að samstarf, eins og þetta sem við stöndum að í Barentshafi, sé góð leið fyrir Rússana. Á þennan hátt geta þeir eignast hentug skip fyrir Barentshafssvæðið, þeir fá þau fjár- mögnuð í gegnum verkefnin, greiða þau niður á ásættanlegum tíma og síð- ast en ekki síst fá þeir sölusambönd og þekkingu á útgerð, vöruvöndun, tækni og fleiru. Fyrir Rússana eru flaka- vinnsluskipin heljarstökk fram á við í vinnslu en ekkert síður í markaðslegu tilliti," segir Jón og útskýrir að fram til þessa hafi útgerð Rússa fyrst og fremst byggst upp á ísfiskskipum og hins veg- ar vinnsluskipum sem hafi fryst haus- aðan fisk. Á sínum tíma hafi skipin aflað hráefnis fyrir hið stóra Sovét en eftir að umbótatíminn hófst hafa skip- in fengið það hlutverk að vera hráefn- isöflunartæki fyrir vinnslur á Vestur- löndum, aðallega í Noregi en þó í mörgum rum löndum einnig. Sjóvinnsla áhættuminni en uppbygging í landi „Fyrir aðeins tveimur til þremur árum var mjög auðvelt fyrir Rússana að afla hráefnis, enda var aflinn mikill á heimamiðum. Eftir að hann dróst saman hefur verð á fiskinum hækkað, mest á flökunum, en Rússarnir skynja að þeir eiga ekki að verða til eilífðar -----------------ÆGiIR 21 Ljóstnynd: Jóhann ÓlafUr Halldórsson

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.