Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1998, Side 28

Ægir - 01.09.1998, Side 28
■ Norðurkantur - Grfmsey Norðurkantur - Héraðsdjúp Þyngdarmcelingar úthafsrœkju í stofnmœlingum Hafrannsóknarstofhunarinnar. Þunglega horfir í úthafsrækjunni: Rannsóknir sýna mun lakari nýliðun en síðustu ár Stofnmœling Hafrannsóknarstofn- unarinnar á títhafsrœkju fyrir norðan og austan land nú undir haustið sýnir að rœkjustofninum hef- ur hrakað mjög á undanfómum tveimur árum. Vísitala stofnstærðar er aðeiits helnúngur þess seni hún var í mœlingum árið 1996 og segir það nokkiið um breytiiiguna sem orðin er. Miðað við síðasta ár var vísitala stofnstærðar 30% lægri og varð lækk- un á öllum svæðum, nema Eyjafjarð- arál og við Kolbeinsey. Á þessum svæðum hækkaði vísitalan milli ára. Mæsta lækkunin varð hins vegar í Skagafjarðardjúpi, við Grímsey, á Sléttugrunni og í Langanesdjúpi. Vísi- tala á Sporðagrunni var einnig lág en svipuð og í fyrra. Hafrannsóknarstofnunin metur það svo að meðalstærð rækju hafi fallið dálítið þegar á heildina sé litið í mæl- ingunum. Þetta eigi þó ekki við um svæðin við Kolbeinsey og Grímsey. Frumvinnsla gagna úr leiðangrin- um, sem farinn var á hafrannsóknar- skipinu Dröfn, sýnir að nýliðun rækju árið 1998 er mun lakari en undan- gengið ár og er það talið stafa að af- ráni þorsks en þorskgegnd á rækju- miðunum hefur verið mikil síðan 1996 og þó einkum í fyrra. í rann- sóknarleiðangrinum í ár varð samt sem áður minna vart við þorsk en í fyrra. Sem kunnugt er gaf Hafrannsóknar- stofnunnin út áætlanir í maí og ráð- gjöf um veiðar á nýhöfnu fiskveiðiári og þykja niðurstöður mælinganna nú ekki gefa tilefni til að breyta forsend- um þeirrar ráðgjafar. 28 ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.