Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1998, Síða 33

Ægir - 01.09.1998, Síða 33
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI fótunum undan heilu byggðarlögun- um út um landið. Við verðum engu bættari með það. Hins vegar má ekki gleyma að eignatilfærslan sem hefur átt sér stað í sjávarútveginum hefur verið í nafni hagræðingar og til- „ Verðum engu bœttciri með að kippa fótunum undan heilu byggðarlögunum út um landið/' færsluna verður að stöðva. Menn hag- ræða ekki endalaust og það hlýtur að koma að þeim tímapunkti að því tíma- bili ljúki að hagræðing felist í því að í sjávarútveginum verði færri og stærri aðilar. Einhvern tímann þurfum við að stoppa og horfa á byggðarlögin sem hafa farið verst út og taka á málum þeirra sérstaklega," segir Margrét Frí- mannsdóttir. „Stórhættuleg kostnaðarhækkun fyrir greinina" Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum, er þeirrar skoðunar að auðlindagjaldsum- ræðan geti farið vaxandi í kjölfar nið- urstöðu nefndar sem nú fjallar á breið- um grunni um auðlindir þjóðarinnar. Væntanlega komi niðurstaða frá nefndinni um eða upp úr áramótum. Einar segir auðlindagjald í sjávarút- vegi stórhættulegt enda í raun kostn- aðarhækkun fyrir greinina og þar með yrði það íþyngjandi fyrir þær byggðir landsins sem byggi að öllu leyti á sjáv- arútveginum. En er það mat Einars að svo mikið líf verði í auðlindagjaldsum- ræðunni þegar kemur að kosningum að hún verði ráðandi mál hvað sjávar- útvegumræðuna varðar? „Það var stórmerkilegt skref stigið þegar samstaða varð um að setja niður nefndina til að fara yfir auðlinda- gjaldsumræðuna í heild. Því miður hafa fram að þessu ekki verið teknar inn í umræðuna spurningar um auð- lindagjald af öðrum orkulindum og að mínu mati mun niðurstaðan af störf- um þessarar nefndar verða ráðandi um auðlindagjaldsumræðuna í sjávarút- veginum. Hingað til hafa talsmenn auðlindaskattsins komist talsvert langt með því að láta umræðuna fara fram í stíl upphrópana en því er heldur ekki að neita að ákvarðanir einstakra út- gerðarmanna hafa því miður orðið til að ýta undir umræðuna og gera að verkum að tortryggni í garð sjávarút- vegsins hefur aukist. Að mínu mati hafa ekki allir í hópi útgerðarmanna áttað sig á því hversu alvarlegur undir- tónn hefur verið í sjávaútvegsumræð- unni í landinu og hversu mikil óá- nægja er með ýmsa þætti kvótakerfis- ins," segir Einar. Staða smábátaútgerðarinnar mikilvæg fyrir Vestfirði Þess er að vænta að umræðan um sjáv- arútvegsmálin fyrir kosningar verði mislífleg eftir því hvaða kjördæmi á í hlut. Á Vestfjörðum gæti orðið heit umræða um málið, líkt og stundum áður, og skemmst er að minnast funda Sverris Hermannssonar á Vestfjörðum síðastliðið sumar þar sem sjávarútvegs- málin voru ofarlega á blaði. Einar K. Guðfinnsson segir að það yrði mikið undrunarefni ef sjávarútvegsmálin yrðu ekki ofarlega á blaði í umræð- unni vestra á vetrarmánuðum og fyrir kosningar. „Kosningaumræðan mun mótast af því sem gerist í vetur en hér á Vest- fjörðum nrun umræðan snúast um stöðu smábátaútgerðarinnar enda er hún snar þáttur í útgerðarmynstrinu hér. Hún er orðinn snar þáttur í hrá- efnisöflun fiskvinnslufyrirtækjanna á Vestfjörðum og á hana er litið sem ör- yggisventil fyrir byggðirnar. Mér finnst mjög áberandi í sjávarút- vegsbyggðum út um allt land að kvótakerfið veldur mjög mikilli óvissu. Heimafólk hefur á tilfinningunni að það ráði of lítið sínum örlögum vegna þess að á einu augnabliki getur kvóti í stórum stíl flust í burtu," segir Einar en hann undirstrikar að á yfirstand- andi kjörtímabili hafi verið gerðar meiri breytingar á fiskveiðistjórninni en mörg undanfarin ár. Smábátum hafi verið skapað meira öryggi, sett hafi verið lög um hámarkskvótaeign, heimildir til fyrningar kvóta hafi verið afnumdar og þar af leiðandi muni sjávarútvegsfyrirtæki borga skatta fyrr og meira. Þessu til viðbótar séu svo breytingar sem nú eru að verða í upp- hafi nýs kvótaárs, þ.e. starfsemi Kvóta- þings og Verðlagsstofu skiptaverðs. „Þrátt fyrir að miklar breytingar hafi verið gerðar á kjörtímabilinu þá stendur eftir að það er óánægja með ýmsa þætti fiskveiðistjórnarkerfisins og þar finnst mér standa uppúr tvö at- riði. Annars vegar óvissan sem ég nefndi áðan og hins vegar hin mikla „Aberandi umrœða út um landið að kvótakerfið valdi óvissu." eignamyndun sem ekki er á grundvelli reksturs heldur fremur huglægs mats á verðmæti kvóta. Komandi umræða mun snúa að þessum þáttum," segir Einar K. Guðfinnsson. Horfa verður út fyrir landsteinana Steingrímur J. Sigfússon vekur athygli á að inn í sjávarútvegsumræðuna ------------------J5GIR 33

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.