Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1999, Page 5

Ægir - 01.02.1999, Page 5
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Pétur Bjarnason, framkvœmdastjóri Fiskifélags íslands: Alþjóðavæðing íslensks sjávarútvegs íslenskur sjávarútvegur var kynntur gestum á heimssýningunni í Lissabon í Portúgal á síðasta ári. ) slenskur sjávarútvegur hef- ur tekið ótrúlegum breyt- ingum undanfarin ár og áratugi. Ekki þarf að fara langt aftur í tímann til að muna að fiskvinnsluhús, sem unnu bolfisk á suðvesturhorni landsins og víðar, lögðu nánast af alla starfsemi á haustmánuðum. Síðsumar og haustin voru tími fría og tómstundastarfs en síðan tók vetrarvertíðin við og þá var unnið nánast allan sólarhringinn. Vinnuafl fluttist til á milli staða þang- að sem vinnu var að fá í það og það skiptið og allir voru tilbúnir að leggja hart að sér „til að bjarga verðmætum", eins og það var gjarnan kallað. Þessir tímar eru liðnir. Vinnuafl flyst ekki eins auðveldlega á milli staða og áður. Afli berst jafnar að landi en áður og fiskvinnsluhús þola ekki frekar en annar rekstur að standa verk- efnalaus stóran hluta ársins. Kröfur um nýtingu og framleiðni hafa aukist og mistök og slakur árangur hafa al- varlegri afleiðingar, þegar samkeppni um vinnuafl, hráefni og rekstrarfé hef- ur aukist. Allar þessar breytingar hafa lagt rík- ari skyldur á herðar þeirra sem starfa við fiskvinnslu um að vinna faglegar að stjórnun og rekstri. Hægt er að full- yrða að þessa þolraun hefur íslenskur sjávarútvegur í stórum dráttum stað- ist. í greininni starfa nú öflugri fyrir- tæki en nokkurn tímann áður og þótt við höfum ríka tilhneigingu til að of- meta okkar árangur og vanmeta það sem gert er á þessu sviði í útlöndum, má fullyrða að árangur okkar í sjávar- útvegi þoli vel samanburð við hvaða land sem er. Þessi staða færir íslenskum sjávarút- vegi ný tækifæri. Á alþjóðlegum vett- vangi hefur frelsi á flutningi fjármagns yfir landamæri breytt stöðu atvinnu- greina. Þær þurfa að þola alþjóðlegan samanburð og þeir sem ekki standa sig eru keyptir út úr greininni af þeim sem betur kunna til verka. íslenskur sjávarútvegur, með þá reynslu í farteskinu sem hann býr yfir, hefur þannig vaxandi möguleika til áhrifa og þátttöku i sjávarútvegi annars stað- ar. í því felast viðskiptatækifæri og þannig fæst aukin reynsla, sem leiðir til frekari framþróunar í greininni. Alþjóðavæðing íslensks sjávarútvegs er þegar hafin. íslenskir aðilar eru þátt- takendur í fiskveiðum og -vinnslu í Þýskalandi, Chile, Mexíkó, Afríku og víðar. Reikna má með að þessi þróun haldi áfram og að hún leiði til eflingar íslensks sjávarútvegs og aukinnar hag- sældar fyrir þjóðina alla, þegar fram í sækir. í því sambandi er vert að minnast þess að það er einungis vegna þess að við stöndum okkur vel heima fyrir að þessi tækifæri skapast. Heilbrigð rekstrarskilyrði íslensks sjávarútvegs, fagleg stjórnun og þjálfað vinnuafl er lykillinn að ávinningi á þessu sviði. ÆGm 5 Jóhann Ólafur Halldörsson

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.