Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.1999, Qupperneq 12

Ægir - 01.02.1999, Qupperneq 12
„ Útgerðarmenn verða að vinna með okkur stjórnmála- mönnunum að breytingum á kerfinu sem geta skapað frið en tryggt um leið þann grunn sem nú er byggt á. Þeir eru líklegastir til að koma með skynsamlegastar ábendingar en efþeir vilja alls ekki rœða neinar tillögur til breytinga þá eru þeir að styðja best við bakið á þeim sem vilja algjörlega kollavarpa öllu kerfinu. Þá óttast ég að menn vœru að kalla yfir sig veiðileyfagjald og óréttláta skattlagningu... “ fara í breytingar á einstökum þáttum þá hljóti erfiðir tímar að vera framundan. Hann lýsir þeirri bjarg- föstu skoðun sinni að verja verði rétt byggðarlaganna til að nýta sín heima- mið. Annað sé óásættanlegt. „Kerfið er að búa til alltof mikinn sýndarveruleika, eins og það er í dag. Ég tel að við eigum nokkra valkosti til jákvæðra breytinga. í dag er nær öll- um þorski úthlutað í gegnum aflahlut- deildarkerfið; ég spyr hvort ekki sé hægt að úthluta t.d. um 60% á sama hátt og verið hefur en úthluta hinum hlutanum til t.d. byggðarlaga og nýrra útgerðarfyrirtækja. Rökstuðningur fyr- ir því getur verið sá að tryggja þurfi eðlilega nýliðun í greininni. Við þurf- um líka á því að halda að tryggja kvót- ann betur við byggðirnar, annað hvort með beinni úthlutun til einstakra byggða eða með óbeinum hætti. Þá á ég við úthlutun til krókabáta á sóknar- dögum, eða aðra dagróðraútgerð, en útgerð þeirra fer fyrst og fremst fram frá þeim stöðum á landinu sem best eru staðsettir gagnvart miðum," segir Kristinn. Hann segir að einnig sé nauðsyn- legt að setja fram í umræðunni hug- myndir um að ákveða veiði á einstök- um miðum. „I þessu sambandi má taka Húnaflóa sem dæmi. Nú er rækjan í niðursveiflu á svæðinu en mikil þorsk- gengd. Er óraunhæft að velta þeirri spurningu fyrir sér hvort verstöðvarn- ar við flóann eigi ekki nokkurn rétt til að nýta sér þorskgengdina á miðunum meðan hún varir og rækjan er í lág- marki? Ég tel þetta fyllilega skoðunar- innar virði." Ekki alltaf best að stórir verði stærri Kristinn leggur mikið upp úr því að ná niður kostnaði við útgerð. Óeðlilega miklir fjármunir fari í dag í verslun með kvóta og bæði stærri og minni út- gerðirnar verji alltof miklum fjármun- um í kerfið sjálft. Kristinn segir einnig að dæmin séu fyrirliggjandi um tak- mörk stórtogaraútgerðar. „Tökum Guðbjörgina sem dæmi. Eigendurnir stækkuðu skipið upp fyrir þær veiðiheimildir sem fyrirtækið hafði og þar með brast rekstrargrund- völlurinn. Allar kenningar hagfræð- innar segja að stóru einingarnar eigi að vera hagkvæmastar. Ég tel raunar að það eigi ekki alltaf við í sjávarút- veginum. Það er því mitt mat að tog- araútgerðin eigi ekki að hafa aðgang að öllum veiðiheimildum lands- manna. Við værum þar með að setja öll egg í sömu körfuna og hverfa frá fjölbreytileikanum í útgerðarformi. Stóru útgerðarfyrirtækin gefa okkur möguleika og ný sóknarfæri. En við megum ekki glata fjölskyldufyrir- tækjunum úr sjávarútveginum. Þeim má ekki fórna fyrir stórfyrirtækin." Útgerðarmenn eiga að koma með tillögur til breytinga Kristinn kannast vel við gagnrýni á nýlega afgreiðslu á kvótadómsmálinu á Alþingi og segist ekki viðkvæmur fyrir henni. Kvótadómurinn hafi vakið upp óánægjuraddir og í framhaldinu verði kallað eftir breytingum og þær verði að hans rnati óhjákvæmilegar. Nú sé komið að því að velja hvar eigi að gera breytingar og hvaða leiðir eigi að fara að þeim. „Ef þeir sem búa í núverandi kerfi vilja búa í því áfram þá verða þeir að leggja okkur stjórnmálamönnum lið í því að gera lagfæringar. Þeir mega ekki vera á móti okkur því þar með eru þeir að styðja best þá aðila sem vilja koll- vörpun á fiskveiðistjórnarkerfinu og fá á endanum sprenginguna framan í sig, trúlega í formi veiðileyfagjalds. Sú skattlagning er að mínu mati ekki val- kostur en ég er ákveðið þeirrar skoð- unar að ná megi fram breytingum. Þær eiga að vera hófsamar, beinast að agnúunum og gerast á skynsamlegum tíma. Talsmenn hófsamra breytinga á fiskveiðistjórnarkerfinu er að finna í flestum stjórnmálaflokkunum, flesta í Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki, en fæsta í A-flokkunum. Þar finnst mér allt of ríkjandi sjónarmið að fólk vilji arðræna sjávarútveginn í eigin þágu. Þarna er verið að tala um að 12 AGIR

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.