Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1999, Page 22

Ægir - 01.02.1999, Page 22
Héðinn Smiðja hf. þróar og setur upp mjölkerfi við fiskimjölsverksmiðjur sem: Mjölkerfin geta skilað verksmiðjunum miklum tekjum - segir Guðmundur S. Sveinsson, framkvœmdastjóri T Téðinn Stniðja hf. í Garðabœ hefnr tekist á við stórverkefni í fiskimjölsiðn- A A aði á undanfómum mánuðum og árum og nýverið lauk fyrirtœkið tveim- ur slíkum verkefnum, þ.e. uppsetningu á 600 tonna fiskimjölsverksmiðju Snœfells hf. í Sandgerði og uppsetningu mjölkerfis fiskimjölsverksmiðju Síldar- vinnslunnar á Neskaupstað. Þessa dagana vinna starfsmenn Héðins Smiðju að endurbótum fiskimjölsverksmiðju Óslands á Höfn í Hornafirði og á því verki að vera lokið á miðju ári. Fiskimjölsiðnaðurinn er annar aðal markhópur Héðins Smiðju hf., að sögn Guðmundar S. Sveinssonar, framkvœmdastjóra, en hinum hópnum tilheyra stcerri skipin í nótaskipa- og togaraflotanum. Á því sviði býður Héðinn Smiðja lausnir frá norska framleiðandanum Ulstein en fyr- irtœkið er aðalumboð fyrir Ulstein hérlendis. „Við erum ekki eingöngu að þjón- usta okkar vélbúnað í skipum en við lítum á það sem okkar fyrstu skyldu að veita notendum Ulstein-búnaðar þjónustu. Til að mæta því höfum við sent starfsmenn okkar til sérþjálfunar í þjónustu við Ulstein-vélar og -tæki og teljum okkur þar af leiðandi geta mætt kröfum markaðarins," segir Guð- mundur. Hann segir að i nótaskipa- flotanum sé nú um stundir mikil hreyfing, bæði til breytinga, viðhalds og nýsmíða. Til að mynda muni nýtt nótaskip Arnar Erlingssonar, útgerðar- manns í Keflavík, verða búið vélbún- aði frá Ulstein. Starfsmaður Héðins Smiðju hf. sinnir viðgerðum á Ulstein vélbúmaði um borð í fiskiskipi. Eitt aðal svið Héðins Smiðju er sala á vélbúnaði frá Ulstein og þjónusta við hann. Markhópurinn er fyrst og fremst stœrri togarar og nótaveiðiskip. 22 ÆGJR Guðmundur S. Sveinsson, framkvœmda- stjóri Héðins Smiðju hf. Njótum góðs af samruna Atlas og Stord Á síðasta ári varð samruni hjá stærstu framleiðendum búnaðar fyrir fiski- mjölsiðnaðinn þegar danska fyrirtæk- ið Atlas sameinaðist norska fyrirtæk- inu Stord. Fyrir hafði Héðinn Smiðja hf. umboð fyrir Stord og fékk umboð fyrir sameinaða Atlas-Stord fyrirtækið. „Þessi samruni hjálpar okkur. Við getum boðið búnað í mjöliðnaðnum sem við færurn seint að smíða, eins og t.d. sjóðara, pressur, þurrkara og eimingartæki. Til viðbótar höfum við smíðað minni tækin, séð um uppsetn- ingu og hönnun stjórnbúnaðar. Þetta hefur skapað okkur möguleika til að bjóða hagstæðar heildarlausnir," segir

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.