Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1999, Page 32

Ægir - 01.02.1999, Page 32
Nýjar og sjaldséðar fisktegundir árið 1998 |Hjöldi sjaldséðra fiska barst til JJ Hafrannsóknastofnunar árið 1998, líkt og undanfarin ár. Lang- flestir þessara fiska voru veiddir inn- an 200 sjómílna markanna. Þrjár fisktegundir áður óþekktar á íslands- miðum veiddust innan markanna. Þetta voru kryppuangi (Platytroctes apus), sem er afangaœtt, en þar voru fyrir 7 tegundir, rákungur (Sarda sarda) af makrílaœtt en tvœr tegundir hennar þekktust hér og bláskoltur (Brotulotaenia crassa) af cett bláskolta en fiskar þeirrar œttar voru áður óþekktir hér. Sæsteinsuga (Petromyzon marinus) Ein Sæsteinsuga veiddist í botnvörpu Hrafns Sveinbjarnarsonar í ágúst, und- an Suðurströndinni og mældist hún 67 cm. Önnur veiddist í botnvörpu Slétta- ness ÍS í Rósagarði í lok september og mældist hún 90 cm. Sú þriðja veiddist í Hvalbakshallanum í október og mældist 90 cm. Veiðiskip var Hólmaborg SU. Gráháfur (Galeorliinus galeus) í júlíbyrjun veiddist 130 cm hængur í net Sigrúnar GK , á 120-130 m dýpi 8 sjómílur suðvestur af Grindavík. Þetta mun vera fjórði gráháfurinn sem veiðist á íslandsmiðum. Sá fyrsti veiddist árið 1911 undan Grindavík, annar 1912 við Reykjavík og sá þriðji 1997 í Síðugrunnskanti. Maríuskata (Bathyraja spinicauda) Um miðjan apríl veiddust fimm mar- íuskötur á línu á 732-824 m dýpi vest- ur af Víkurál Þetta voru þrír hængar, 32 ÆGIR ---------------------------- Eftir Gunnar Jónsson, Jónbjörn Pálsson og Klara Jakobsdóttir, starfsmenn Hafrannsóhnarstofnunarinnar Hafrannsóknir 139, 147 og 148 cm langir og tvær hrygnur, 148 og 155 cm. Veiðiskip var Byr VE. Auk þess fengust tvö pétursskip maríuskötu og komu bæði í botn- vörpu. Það fyrra veiddist í janúar á 549-796 m dýpi sunnan Vestmanna- eyja en hið síðara veiddist í septem- berlok á 677 m dýpi vestan Látra- grunns. í júníbyrjun barst Hafrannsókna- stofnuninni skötufóstur, sennilega úr maríuskötu. Það kom af 695-878 m dýpi úr utanverðu Háfadjúpi. Bæði komu um borð í Hrafn Sveinbjarnar- son GK. Kryppuangi (Platytroctes apus) Um miðjan apríl veiddist 18,5 cm langur fiskur þessarar tegundar í flot- vörpu Snorra Sturlusonar á 732-769 m dýpi vestan við Reykjaneshrygg. Annar, einnig 18,5 cm langur, veiddist í maí í flotvörpu R.s. Bjarna Sæmundssonar á 500-680 m dýpi djúpt suðvestur af Öndverðarnesi. Þetta er ný tegund á íslandsmiðum. Hún telst til angaættar (Platytroctidae) en af þeirri ætt þekkjast nú 8 tegundir á íslandsmiðum. Kryppuangi hefur áður fundist m.a. í Grænlandssundi en einnig við V-Grænland, í Biskajaflóa, undan Portúgal, vestan Marokkó og víðar. Skjótta skata (Raja (Amblyraja) hyperborea) Nokkur pétursskip skjóttu skötu bár- ust. f janúar veiddust tvö í botnvörpu á 458-796 m dýpi á Sneiðinni sunnan Vestmannaeyja. Veiðiskip var Hrafn Sveinbjarnarson GK og í maí fengust mörg í rækjuvörpu Múlabergs ÓF á 1061-1336 m dýpi í utanverðu Bakka- flóadjúpi. Náskata (Raja (Leucoraja) fullonica ) f ágúst veiddist 60-70 cm náskata í dragnót á Sæljóni RE á 53 m dýpi í Faxaflóa Grænlandsnaggur (Nansenia groenlandica) Einn Grænlandsnaggur veiddist í ágúst í botnvörpu Hrafns Sveinbjarna- sonar á 769-1006 m dýpi vestan Vík- uráls. Hvítaskata (Raja lintea) Tvær hvítaskötur komu í botnvörpu Hrafns Sveinbjarnarsonar í janúar og báðar á Sneiðinni sunnan Vestmanna- eyja. Litli földungur (Alepisaurus brevirostris) Tveir slíkir veiddust í í apríl í flotvörpu Snorra Sturlusonar, annar vestan við Reykjaneshrygg og mældist hann 102 cm en hinn á Reykjaneshrygg og var hann 93 cm. Stuttnefur (Hyd rolagus afftns) f apríl veiddi Hólmatindur SU 127 cm

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.