Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.1999, Side 35

Ægir - 01.02.1999, Side 35
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI kenni stóra sogfisks nema stærðin var miklu meiri en þekkst hefur hingað til á fiskum þessarar tegundar. Tunglfiskur (Mola mola) í júlílok fannst 60 cm og tæplega 16 kg tunglfiskur í Stokkseyrarhöfn. Síðar á árinu barst okkur í hendur 98 cm tunglfiskur og um 25 kg þungur sem Guðbjörg ÍS hafði veitt í rækju- vörpu á 311 m dýpi á Flæmingja- grunni í október. Lúsífer (Himantolophus groenlandictis) í febrúar veiddist 30 cm lúsífer í botn- vörpu á 641 m dýpi á Reykjaneshrygg og í apríl veiddust fjórir 21,5 til 37 cm langir í flotvörpu á 732 m dýpi á eða vestan við Reykjaneshrygg. Snorri Sturluson RE veiddi þessa fiska. í maí veiddi Snætindur ÁR einn 40 cm langan í humarvörpu á 165-183 m dýpi í Skeiðarárdjúpi og í júní og júlí veiddust sjö 21-40 cm langir í flot- vörpu Snorra Surlusonar á 732-860 m dýpi SV af Reykjanesi. í október veiddi Snorri Sturluson einnig tvo 27 og 43 cm langa í flotvörpu á 824 m dýpi vestur af Jökli. Litli lúsífer (Himantolophus nmitli) í apríl veiddist einn 24 cm langur og í júní annar 24,5 cm á 732 m dýpi á Reykjaneshrygg. í júlí veiddist einn 16 cm langur á 732 m dýpi vestan við Reykjaneshrygg. Togarinn Snorri Sturluson RE veiddi alla þessa fiska í flotvörpu. Ymir (Himantolophus melanophus) í júní veiddist einn 22 cm langur í flotvörpu Snorra Sturiusonar RE rétt við 200 sjómílna mörkin á Reykjanes- hrygg Þetta mun vera annar fiskur þessarar tegundar sem veiðist á Is- landsmiðum. Sá fyrsti fannst í júlí árið 1995 á grálúðuslóð vestan Víkuráls. Drekahyrna (Chaenophryne draco) í janúar veiddi Hrafn Sveinbjarnarson GK eina 13 cm langa drekahyrnu í botnvörpu á 549-796 m dýpi sunnan Vestmannaeyja. í apríl veiddust fimm 10-13 cm langar í flotvörpu Snorra Sturlusonar RE á 732 m dýpi og vestan við Reykja- neshrygg og aftur fimm 10-13,5 cm langar vestan Reykjaneshryggs í júní. Slétthyrna (Chaenophryne longiceps) í apríl veiddi Snorri Sturluson RE tvær 12 og 15,5 cm slétthyrnur í flotvörpu á 732 m dýpi á og vestan við Reykja- neshrygg Svarthyrna (Oneirodes eschrichtii) Ein svarthyrna veiddist í apríl í flot- vörpu Snorra Sturlusonar RE á 732 m dýpi vestan við Reykjanes. Lengd 15,5 cm. Sædjöfull (Ceratias holboelli) í febrúar veiddi Breki VE einn 43 cm langan Sædjöful í botnvörpu á 640- 730 metra dýpi á Reykjaneshrygg. í apríl veiddust sex 22-108 cm lang- ir í flotvörpu á 732 m dýpi vestan við Reykjaneshrygg og í júní veiddust þrír í flotvörpu á 732 m dýpi vestan við Reykjaneshrygg. Þeir voru 44, 64 og 86 cm langir. Loks veiddist einn 64 cm að sporði í október vestur af Látra- grunni. Alla þessa fiska veiddi Snorri Sturluson RE. Surtur (Cryptopsaras couesi) Hrafn Sveinbjarnarson Gk veiddi tvo 18 og 29 cm langa surti í janúar í botnvörpu á 458-750 m dýpi sunnan Vestmannaeyja. Surtla (Linophryne lucifer) Tvær 19 og 23 cm langar surtlur veiddust í apríl í á 732 m dýpi á og vestan við Reykjaneshrygg og ein 17 cm í júní vestan við Reykjaneshrygg. Allar veiddust þær í flotvörpu Snorra Sturlusonar RE. Auk framangreindra fisktegunda veiddist slangur af öðrum tegundum, ekki eins sjaldséðum en engu að síður athyglisverðum. Þetta eru tegundirnar Gíslaháfur (Apristurus laurussonii), Jensens- háfur (Galeus murinus), rauðháfur (Centrophorus squamosus), svartháfur (Centroscyllium fabricii), Þorsteinsháfur (Centroscymnus crepidater), loðháfur, (Et- mopterus spinax), pólskata (Raja fyllae), ber- haus (Alepocephalus agassizii), gjölnir (Al- epocephalus bairdii), bersnati (Xenodermicht- hys copei), græðisangi (Holtbymia anomala), marangi (Holtbyrnia macrops), Njarðarangi (Maulisia mauli), sæangi (Normichthys operos- us), ránarangi (Sagamichthys schnakenbecki), Bretahveðnir (Scliedopliilits medusophagus) Alls voru mældir 37 bretahveðnar á tímabilinu frá apríl til desember og fréttist af fleirum. Þessir fiskar voru 31-50 cm á lengd og veiddust flestir á svæðinu frá norðanverðum Rósa- garði vestur með suðurströndinni í Grindavíkurdjúp. Einnig veiddist bretahveðnir vestan við Reykjanes og vestan Látragrunns. Sá lengsti þeirra, sem mældist 50 cm, mun vera sá lengsti sem hér hefur veiðst. Þau skip sem veiddu þessa fiska voru rs. Árni Friðriksson RE, Gull- ver NS, Hólmaborg SU, Hrafn Sveinbjarnarson GK, Sléttanes ÍS og Snorri Sturluson RE. Það má því segja að árið 1998 hafi verið mikið bretahveðnisár á ís- landsmiðum en ekki er vitað til þess að svo margir hafi veiðst hér á einu ári. Þetta virðist vera meiri afli en veiðst hefur hér frá því að hann fannst fyrst árið árið 1905 og fram til ársins 1998. Mm 35

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.