Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1999, Page 40

Ægir - 01.02.1999, Page 40
Umbúðahönnun, útlitshönnun skipa ogfyrirtœkja í sjávarútvegi stór hluti verkefna Stíls áAkureyri: Utlit skipa nýtt í markaðslegum tilgangi uglýsinga- og skiltagerðarfyrir- tœkið Stíll á Akureyri hefur á síðustu árum fengist við verkefni í sjávarútveginum sem áður hefðu talist til óþarfa en eru í dag beinlínis hluti afímyndaruppbyggingu og markaðsstarfi sjávarútvegsfyrir- tœkja. Dcemi um Jtetta er nýlegt verk- efni Jtar sem voru hönnuð og sain- rœmd upplýsingaskilti við fram- leiðsluhús Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna. Umbúðahönnun er einnig orðin viðamikið verkefni hjá Stíl og má segja að þau fyrirtœki sem lagt hafa meira í hönnun umbúða hafi uppskorið aukin viðbrögð og eftir- spurn úti á markaðnum. „Sviðið spannar allt milli himins og jarðar, allt frá hönnun á umbúðum fyrir frystitogara og frystihús yfir í gerð kynningarefnis og ímyndarupp- byggingar á heilum fyrirtækjum," segja þeir Gunnar Kr. Jónasson, aðal- eigandi Stíls, og Hallgrímur Ingólfs- son, hönnuður og innahúsarkitekt. Samherji í fararbroddi Hallgrímur segir að verkefnin á sviði sjávarútvegsins hafi byrjað í kringum Samherja, fyrst í hönnun umbúða og í kjölfarið hafi fylgt gerð handbóka fyrir skip félagsins, þar sem nákvæmlega er sagt fyrir um hvernig ganga skulu um skipin, hvaða lögmál gildi í vinnslusal, á dekki, í lestum og svo framvegis. „Þegar skipverjar fá upplýsingar á þennan hátt þá skynja þeir strax að til- gangurinn er að ná bestu mögulegum gæðum í framleiðslunni. Til að ná því Hallgrímur Ingólfsson hjá Stíl er höfund- urinn að núverandi útliti Guðbjargar ÍS. markmiði verða öll atriði að vera í lagi um borð, stór sem smá. Samherji er fyrirtæki sem selur sína framleiðslu sjálft og besta auglýsingin eru skip fé- lagsins og hvernig staðið er að vinnslu um borð. Enda er það svo að kaupend- ur afurða Samherja eru gjarnan leiddir um flaggskipin í flota fyrirtækisins, þegar þeir koma hingað til lands og þá sannfærast þeir sjálfir um þá gæða- ímynd sem fyrirtækið getur staðið undir. Ég fullyrði að í íslenska flotan- um er ekki að finna jafn glæsilegt skip og frystitogarann Baldvin Þorsteinsson og við erum sannfærðir um að sú áhersla sem lögð var frá upphafi á góðan umgang og stífar reglur um borð hefur skilað þeim árangri að skip- ið nær alltaf í toppárangri og lítur út eins og nýtt, að utan sem innan," seg- ir Hallgrímur. Glæsifleytur og góðar afurðir í umbúðahönnuninni nýtir Hallgrím- ur sér skipin sjálf sem tengingu við gæði og hreinleika. „Kaupandinn, sem t.d. í tilfellum Samherja eru fyrst og fremst veitinga- hús og slíkir aðilar, er hrifinn af því að sjá á öskjum af hvaða skipi varan er komin. Ef nota á skipin á þennan hátt í markaðslegum tilgangi þá er líka skil- Gunnar Kr. fónasson og Hallgrímur Ingólfsson ineð stœður af öskjum fyrir frystar sjávarafúrðir. Eins og sjá má prýða nú myndir af viðkomandi skipum hverja gerð, enda vilja kaupendurnir vera vissir um að þeir fái alltaffisk afsama skipi. 40 Mm /óhann ólafur HaUdórsson

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.