Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1929, Side 6

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1929, Side 6
4 Meðan svo cr ástatt, sem nú er, að nýr rektor og nýlt háskólaráð tekur við á hverju ári, færi vel á því, að frá- farandi rektor skýrði frá störfum og atburðum hins liðna árs, en sá, sem við tæki, skýrði frá afstöðu sinni til mál- anna, svo og þeim áhugamálum sinum, er hann sérstaklega bæri fyrir brjósti. Að þessu sinni er þvi þó þannig farið, að háskólarektor umliðins árs, próf. theol. Haraldur Níelsson, lézt þann 11. marz. Varð hann öllum háskólanum, jafnt kennurum sem stúdentum, harmdauði, enda átti háskólinn þar á bak að sjá einhverjum hinum bezta og ástsælasta kennara sínum. Hann var glæsilega vel gefinn, eldheitur áhugamaður og hinn mesti ræðuskörungur, auk þess sem hann rækti kenn- arastarf sitt með stakri alúð og samvizkusemi. Er háskólan- um því mikið tjón að fráfalli þessa ágætismanns. Eg bið yður að heiðra minningu Haralds sál. Níelssonar með þvi að standa upp. Við reklorsstörfum tók að Har. Níelssyni látnum, eins og lög standa til, elzti deildarforseti háskólaráðs, próf. theol. Sigurður J?. Sívertsen. Hann á nú sextugs afmæli í dag og óska ég honum í nafni háskólans allra heilla á komandi árnm. Dócent Magnús Jónsson alþm. var settur prófessor, en skólastjóri séra Ásmundur Guðmundsson kvaddur af guð- fræðideild til þess að verða eftirmaður próf. Har. Níelssonar i Gamlatestamentis-fræðum, — quod /auslum /elixque sit! I}á vil ég fara nokkrum orðum um afstöðu háskólans út á við. í byrjun skólaársins var samin og samþvkkt skipulagsskrá fyrir all-myndarlegan sjóð, er háskólanum hafði borizt frá Ameriku. Var það dánargjöf Jóhanns Jónssonar daglauna- manns, sem enga lögerfingja átti austan hafs né vestan, en hafði að áeggjan dr. Rögnv. Péturssonar gert háskólann að einkaerfingja sínum. Erfðaskráin var ekki nægilega vottfest og átli Manitóbafylki þvi að landslögum að erfa þenna ís-

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.