Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1929, Page 10

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1929, Page 10
8 engum einum manni er falið frá ári til árs að hugsa um stjórn hans og rekstur. Þá er annað, sem mjög hefir bagað háskólann og bagar hann æ meir og meir, eftir því sem lengra líður, og það er húsnæðisleysið. Dæmi eru til þess, að nemendur úr lækna- deild, sem eins og kunnugt er, er fjölmennasta deild háskól- ans, hafa orðið að hlýða á kennslu í kytru nokkurri hér í háskólanum, sem frekar likist forstofu en stofu, og flestir þó standandi af því, að engin voru til sælin handa þeim, enda ekkert rúm fyrir þau. Tvær kennslustofur háskólans eru nú alsettar bókum með öllum veggjum og svo lítið pláss fyrir bækur þær, sem háskólanum berast, að þær liggja i haugum uppi á háalofti þinghússins og raunar viðar. Þó er einna verst farið með rannsóknarstofur háskólans; svo ónógt og illt er húsrúm það, sem þær hafa, að ekki er lengur við unandi. Raunar var fyrir tveim til þrem árum og með ærn- um tilkostnaði hresst upp á rannsóknarstofu háskólans i húsi því, sem hún hefir hýrst í, og varið til þessa meiru fé en kostað hefði að byggja yíir hana og efnarannsóknar- stofuna af-nýju í garðinum hér rétt hjá, eins og stungið var upp á. 1 stað þess var einum kennaranum lánað fé úr við- lagasjóði til þess að byggja skúr inni á Hverfisgötu með þeim árangri, að nú er efnafræðisnemendum háskólans byggt út þaðan. Svo óríflega var byggt, þótt lánið væri allríflegt. Á nú að sögn að koma efnafræðiskennslunni fyrir i hinu svo- nefnda »fjósi« Menntaskólans, en það má tæpast heita við- unandi og þvínær heilsuspillandi, eftir því sem reynsla und- anfarandi ára hefir sýnt. Svo er nú húsrúm það, sem há- skólinn ræður yfir, ónógt og takmarkað á allar lundir, að maður tali ekki um það, að ekki er unnt að halda lengur sæmilega vel sóttan tyrirlestur í háskólanum án þess að flýja eitthvað út i bæ með hann. Væri því vel, ef þing og stjórn vildi fara að hugsa háskólanum fyrir betra og rifara hús- næði en hann hefir haft yfir að ráða liingað til. Fyrir rann- sóknarstofur sínar einar þyrfti hann, ef vel ætti að vera, allt að því helmingi stærra húsnæði en liann nú hefir; fyrir

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.