Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1929, Page 26

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1929, Page 26
24 þar á spítala og kynnast ýmsum nýjungum Iæknisfræð- innar. Auk þessa er boðið einum kennara læknadeildar sem foringja fararinnar. Fór forseti fram á 200 kr. styrk handa hverjum stúdent í farareyri og allt að 1500 kr. fyrir kennarann. Tillaga kom fram um það, að verja 1 kandídata- styrk, er falla myndi til læknadeildar — 2000 kr. — til þess að styrkja þessa stúdenta til fararinnar og var hún sam- þykkt. Enn fremur var samþykkt að veita 1500 kr. af óviss- um útgjöldum þessa árs og næsta til utanfarar kennarans. Boð til Kielar. Þá var á fundi 15. desbr. lagt fram bréf frá forsætisráðherra, dags. 11. desbr., ásamt afriti af bréfi frá Dr. h. c. Dr. Schifferer um vísinda- og listavikuna í Kiel á komanda sumri. Málinu hafði verið skotið til háskóla- deildanna, en heimspekideild ein bent á mann til fararinnar, próf. Ágúst H. Bjarnason, og samþykkti háskólaráð að fela honum förina. Ferðastyrkur stúdenta til Kielarmótsins. Formaður Iþróttafélags stúdenta sótti í bréfi, dags. 14. febr., um 1000 kr. styrk fyrir 10 manna sveit, sem ætlar að sýna íslenzka glímu á fyrirhuguðu móti í Kiel. Yar samþykkt á fundi 2. apr. að veita þeim þessar 1000 af óvissum útgjöldum Sáttmálasjóðs. Stúdentaskifti við Þýzkaland. Á fundi 8. marz las rektor bréf frá Níels P. Dungal dócent, dags. 26. febr., þar sem farið er fram á, að háskólaráðið kjósi 3 menn í nefnd, helzt háskólakennara, til þess að annast stúdentaskifti við þýzka- land. Tilnefndir voru af háskólaráðsins hálfu þeir dr. Alex. Jóhannesson og dócent Níels P. Dungal, en stúdentaráð til- nefni þriðja mann. Stúdentaskifti við háskólann í Leeds. Á fundi 2. apríl skýrði próf. Sigurður Nordal frá, að háskólinn í Leeds á Englandi byðist til að taka við íslenzkum stúdentum til

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.