Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1929, Page 29

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1929, Page 29
27 starfsmenn stofnunarinnar fái þær aðstæður og nafnbætur, sem þurfa þykir«. Samþykkt með 3 atkv. gegn 1. Magnús Jónsson, próf. theol., bókar svolátandi ágreinings atkvæði: »Meðan ekki er ætlazt til þess, að við stofnun þessa fari fram nein kennsla eða fyrirlestrar, tel ég hvorki stofnuninni né háskólanum neitt gagn að sambandi, né neina ástæðu til þess, að forstöðumaður hennar eða starfsmenn fái þann íhlutunarrétt um málefni háskólans, sem þeir myndu fá með því að hljóta réttindi prófessora og dócenta«. Málalok þessi voru þvínæst tilkynnt forsætisráðherra með bréfi dags. 3. sept., að þvi viðbættu, að þau frv. til laga og aðrar þær framkvæmdir, sem gerðar kynnu að verða í málinu, yrði lagt fyrir háskólaráð og viðkomandi deild til umsagnar og álita (sbr. 9. og 12. gr. Reglugerðar fyrir Háskóla íslands). Lffstíðarábúð á Halldórsstöðum. Á fundi 6. desbr. var lagt fram bréf frá sýslumanni Þingeyinga, dags. 20. nóvbr., þar sem hann biður um úrskurð háskólaráðs á því, hvort leiguliðar Halldórsstaða skuli fá erfðaábúð fyrir sig og sina niðja, eins og þeir hafa farið fram á, eða aðeins lífstíðarábúð. Háskólaráðið ákvað, að byggja jörðina núverandi leiguliðum aðeins til Iífstiðar. Á fundi 2. nóv. hafði háskólaráðið ákveðið að birta gjafabréfið fyrir Halldórsstöðum ásamt stuttu ágripi af æfisögu gefandans (sbr. fundargerð 26. mars 1926). Árbók háskólans 1926—1927. Á fundi 8. febr. 1929 til- kynnti rektor, að enn væri nokkuð ósett af árbókinni frá því háskólaári og stæði aðallega á reiknÍDgi Sáttmálasjóðs, sem ritari hefði ekki getað lokið við. Rektor var falið að gera gangskör að þvi, að árbók þessari verði lokið sem fyrst. Á fundi 8. marz skýrði rektor frá, að enn væri ekki lokið árbókinni, en von væri um bráða lausn á því máli. Á fundi 13. april skýrði rektor frá þvi, að árbækurnar 1926—27 og 1927—28 væru nú fullbúnar og allir reikningar gerðir fyrir 3 siðustu ár.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.