Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1929, Page 40

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1929, Page 40
38 sögu eftir dr. Jón Helgason biskup. Kennsla þessi fór fram 6 stundir í viku frá nýári til páska. 3. Fór yfir Inngangsfrœði Ngja testamentisins 6 stundir í viku það sem eftir var síðara kennslumisseris. Bók kennarans lesin öll. Dócent Ásmundur Guðmundsson. 1. Fór með yfirheyrslu og viðtali yfir Spádómsbók Amosar frá 4, 6 og út bókina, 6 stundir í viku fyrra misserið. 2. Fór, að því loknu, með sama hætti og jafnmargar stundir í viku yfir Spádómsbók Hósea frá 1, i—7, 2. 3. Fór með yfirheyrslu og viðtali yfir Sögu ísraels og trúar- sögu og bókmenntasögu Gamla testamentisins, 6 stundir í viku fyrra misserið, en 2 í viku hið síðara. Flutti jafn- framt 10 erindi um þau efni. Við kennsluna var notuð Einfúhrung in das Alte Testament eftir Joh. Meinhold. 4. Fór með yfirheyrslu og viðtali yfir Rœðuheimild Matte- usarguðspjalls í 11 fyrstu kap. þess, 4 stundir í viku síðara misserið. Adjunkt Kristinn Armannsson. 1. Fór yfir með byrjendum: a) K. Hude: Græsk Elementarbog. b) Berg og Hude: Græsk Formlære. c) 60 bls. í Austurför Kgrosar eftir Xenophon, og d) Varnarrœðu Sókratesar eftir Platon, bls. 1 — 12, 5 stundir i viku bæði misserin. 2. Fór yfir með eldri nemendum: a) Höfuðatriði grískrar setningafrœði. b) Varnarrœðu Sókralesar. c) Markúsarguðspjall, 5 stundir í viku fyrra misserið. Kennslunnar nutu guðfræðinemendur og stúdentar nor- rænudeildar. Hæstaréttardómari Eggert tíriem kendi kirkjurétt eina stund í viku.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.