Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1929, Page 42

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1929, Page 42
40 5. Æfingar í meinvefjajrœði, með eldri stúdentum. Enn- fremur æfingar í krufningum, þegar verkefni var fyrir hendi. Hver stúdent var látinn taka þátt í daglegum störfum i rannsóknarstofu háskólans í mánaðar tíma, áður en hann gekk undir miðhlutapróf. 6. Réttarlœknisfrœði eina stund í viku með eiztu stúdent- unum. Aukakennari Sœm. Bfarnhéðinsson prófessor. 1. Fór með viðtali og yíirheyrslu yfir lyfjafrœði, 3 stundir í viku bæði missirin. Við kennsluna var stuðzt við Poulssons Pharmakologie. 2. Hafði æfingar i Laugarnesspítala í að þekkja holdsveiki, 1 stund í viku vormisserið með eldri nemendum. Aukakennari Jón Hj. Sigurðsson héraðslæknir. 1. Fór með yfirheyrslu og viðtali yíir lyflœknisfrœði 4 stundir í viku með elztu nemendum. Von Mehring: Lehrbuch der inneren Medizin lögð til grundvallar við kennsluna. 2. Sjúkravitjun 3 stundir í viku með elztu nemendum í Farsóttahúsi Reykjavíkur, Landakotsspítala og heima. 3. Elztu nemendur látnir skrifa sjúkdómslýsingar yfir sjúklinga í Farsóttahúsinu. 4. Fór yfir grundvallaratriði í sjúklinga-rannsóknaraðferðum með yngri nemendum 1 stund i viku. Aðferðir sýndar verklega, er því varð við komið. Seifert og Muller: Taschenbuch der Krankuntersuchungsmethoden notuð. Aukakennari Kjartan Ólafsson augnlæknir. 1. Fór yfir augnsjúkdómafrœði 1 stund í viku bæði miss- erin með eldri nemendum. Curt Adam: Taschenbuch der Augenheilkunde var notuð við kennsluna. 2. Hafði æfingar með eldri nemendum í aðgreining og meðferð augnsjúkdóma 1 stund í viku bæði misserin.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.