Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1929, Page 63

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1929, Page 63
f)l 1. desember. Penna dag voru 10 ár liðin frá því, að Danir veittu íslandi full- veldis viðurkenningu, og þótti þess vegna hlýða að hafa hátíðahöld með veglegra móti, eftir því sem föng voru til. Vfírleítt fór þó hátiðin fram með svipuðum hætti og áður. Stúdentar gengu fylktu liði frá Mensa til fíáskólans. Par hélt Tryggvi Þórhallsson forsætisráðherra ræðu til að minnast fullveldisins, en lúðraflokkur blés i horn og harði bumbur. Síðan voru skemmtanir í báðum bióhúsum bæjarins til ágóða fyrir stúdentagarðinn, og þóttu þær fara vel fram. Um kvöldið var svo venjulegur dansleikur í Iðnó, en auk þess gekkst Stúdenta* félag Reykjavíkur fj'rir sérstökum fagnaði á öðrum gildaskála, og var það gert í samráði við stúdentaráðið. Stúdentablaðið kom og út; rit- uðu í það nokkrir mætir stjórumálamenn og menntamenn um sjálf- stæðismálið, en auk þess voru þar ritgerðir }’'mislegs efnis eftir slú- denta, Ijóðmæli, sönglög og teikningar. Stúdentablað. Síðasta stúdentaráð hafði, í samráði við Stúdentafélag Háskólans, hreytt Stúdentablaði þvi, sem út hafði komið 1. des. nokkur undan- farin ár, í mánaðarblað, er skyldi koma út a. m. k. alla vetrarmánuð- ina. Eitt hið fyrsta verk nýja ráðsins var að setja reglugerð fyrir þetta blað og fá hana samþykkta á almcnnum fundi liáskólastúdenta. Aðalritstjóri hafði Lárus Sigurbjörnsson verið ráðinn af síðasta ráði; hélt liann þeim starfa fram í janúar, en sagði þá af sér. í stað hans var Kristján Guðlaugsson stud. jur. ráðinn aðalrilstjóri. Meðritstjórar voru: Guðni Jónsson stud. mag., kosinn af stúdentaráði, og Eyþór Gunnarsson stud. med., kosinn af Stúdentafélagi Háskólans. Síðar á árinu var Bjarni Guðraundsson stud. mag. kosinn í stað Guðna Jóns- sonar, er sagði af sér. Blaðinu er ætlað að vera málgagn islenzkra stúdenta. Eun sem komið er hafa það þó mestmegnis verið stúdentar á fíáskólanum, er blaðinu hafa haldið uppi, og hlýtur svo að vera. Þátttaka stúdenta almennt hefur þó verið allt of litil, og þarf að ella blaðið betur en enn hefur tekizt, til þess að það geti orðið tengiliður milli allra ís- lenzkra slúdenta. Fjárhagur blaðsins slcndur eigi með neinum bióma; þeirri hlið fyrirtækisins mun þó borgið, ef áskrifendur greiða ár- gjöld sín. Upplýsinsaskrifstofan. Lárus Sigurbjörnsson cand. phil. hafði forstöðu hcunar og liefur unnið að henni með mikilli alúð. Starf skrifstofunnar hefur verið með svipuðum hætti og áður. Stendur hún i sambandi við háskóla

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.