Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Side 40

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Side 40
38 einnig var rannsakað, var 13,5 mg (marz), og 21,4 mg í ribsberj- um, niðursoðnum (febrúar). Þess ber að gæta, að í soðinu var alltaf álíka mikið af C-víta- míni og í sjálfu grænmetinu. Er því raunveruleg eyðing víta- mínsins við suðuna miklum mun minni en þessar tölur annars gefa til kynna. Það af C-vítamíninu, sem ekki eyðist við suðuna, geymist sæmilega, ef ílátin eru tryggilega lokuð, svo að loft kom- ist ekki að. Getur þetta því verið sæmileg geymsluaðferð, eink- um ef soðið er einnig notað. Þurrkun. Eitt sýnishorn var athugað af þurrkuðu káli, inn- fluttu í pökkum, og var í því 14,3 mg/lOOg, en í þurrkuðu stfínati, einnig innfluttu, 8,1 mg. I hvitkáli, sem þurrkað var í heimahús- um, fannst ekkert, en 10 mg í blómkáli og 5 í grcenkáli; og í öðru sýnishorni af grænkáli, sem snögghitað var fyrir þurrkunina, voru 17 mg. Þegar athugað er, að 100 g af þurrkuðu káli svara til hér um bil eins kg af því fersku, er auðsætt, að mest allt C- vítamínið hefur farið forgörðum, 10 mg í þurrkuðu káli svarar t. d. til aðeins 1 mg í nýju káli. Takast má þó með sérstökum aðferðum að þurrka grænmeti án þess að svona mikið tapist af C-vítamíninu. Er það þá hitað fyrst, eins og gert er fyrir frystingu, og þannig um búið við þurrkunina að súrefni komist ekki að, síðan er það geymt í þétt- lokuðum ílátum. Söltun. Með því að salta grænmeti getur það haldizt alllengi líkt að útliti sem nýtt væri, en C-vítamíngildinu tapar það fljótt. Þannig reyndist t. d. minna en 1 mg í steinseiju og spínati, sem saltað var að hausti og geymt fram í apríl. Súrsun. Vitað er, að í súrkáli (,,sauerkraut“), þ- e. hvítkáli, sem látið er gerjast undir fargi, getur nokkur hluti C-vítamíns- ins haldizt alllengi, að vísu ekki nema fjórði til fimmti hluti þess, sem var í kálinu fersku, og jafnvel minna, en þetta er þó nóg til að gefa kálinu talsvert C-vítamíngildi að vetri til, þar sem neyzla þess er almenn eins og lengi hefur verið í Þýzkalandi. Þrjú sýnishorn voru tekin til athugunar af súrkáli, var það inn- flutt og um búið eins og niðursuðuvörur. Árangurinn var: 8,3, 9,8 og 5,0 mg, og álíka mikið var í safanum. Sýnishornið, sem

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.