Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Síða 40

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Síða 40
38 einnig var rannsakað, var 13,5 mg (marz), og 21,4 mg í ribsberj- um, niðursoðnum (febrúar). Þess ber að gæta, að í soðinu var alltaf álíka mikið af C-víta- míni og í sjálfu grænmetinu. Er því raunveruleg eyðing víta- mínsins við suðuna miklum mun minni en þessar tölur annars gefa til kynna. Það af C-vítamíninu, sem ekki eyðist við suðuna, geymist sæmilega, ef ílátin eru tryggilega lokuð, svo að loft kom- ist ekki að. Getur þetta því verið sæmileg geymsluaðferð, eink- um ef soðið er einnig notað. Þurrkun. Eitt sýnishorn var athugað af þurrkuðu káli, inn- fluttu í pökkum, og var í því 14,3 mg/lOOg, en í þurrkuðu stfínati, einnig innfluttu, 8,1 mg. I hvitkáli, sem þurrkað var í heimahús- um, fannst ekkert, en 10 mg í blómkáli og 5 í grcenkáli; og í öðru sýnishorni af grænkáli, sem snögghitað var fyrir þurrkunina, voru 17 mg. Þegar athugað er, að 100 g af þurrkuðu káli svara til hér um bil eins kg af því fersku, er auðsætt, að mest allt C- vítamínið hefur farið forgörðum, 10 mg í þurrkuðu káli svarar t. d. til aðeins 1 mg í nýju káli. Takast má þó með sérstökum aðferðum að þurrka grænmeti án þess að svona mikið tapist af C-vítamíninu. Er það þá hitað fyrst, eins og gert er fyrir frystingu, og þannig um búið við þurrkunina að súrefni komist ekki að, síðan er það geymt í þétt- lokuðum ílátum. Söltun. Með því að salta grænmeti getur það haldizt alllengi líkt að útliti sem nýtt væri, en C-vítamíngildinu tapar það fljótt. Þannig reyndist t. d. minna en 1 mg í steinseiju og spínati, sem saltað var að hausti og geymt fram í apríl. Súrsun. Vitað er, að í súrkáli (,,sauerkraut“), þ- e. hvítkáli, sem látið er gerjast undir fargi, getur nokkur hluti C-vítamíns- ins haldizt alllengi, að vísu ekki nema fjórði til fimmti hluti þess, sem var í kálinu fersku, og jafnvel minna, en þetta er þó nóg til að gefa kálinu talsvert C-vítamíngildi að vetri til, þar sem neyzla þess er almenn eins og lengi hefur verið í Þýzkalandi. Þrjú sýnishorn voru tekin til athugunar af súrkáli, var það inn- flutt og um búið eins og niðursuðuvörur. Árangurinn var: 8,3, 9,8 og 5,0 mg, og álíka mikið var í safanum. Sýnishornið, sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.