Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Page 51

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Page 51
49 ínsýra var mæld í þriggja stunda þvagi þrjá morgna í röð, síðan gefinn stór skammtur af askorbínsýru (700 mg miðað við 140 Ibs. líkamsþyngd) og mælt, hve mikið kemur fram í þriggja stunda þvagi frá 4.—7. klst. eftir að skammturinn var tekinn inn. Seinna var þessu þó breytt þannig, að prófsýnishorn var tekið frá 31/2—5% klst. eftir inntökuna (16; 17), en innan þess tíma var talið að vænta mætti hámarks brottfærslu í þvaginu (16; 17). Venjulega kemur ekki fram í þvaginu aukið magn askorbínsýru að nokkru ráði eftir fyrsta prófskammtinn, og er það skýrt þann- ig, að vefir líkamans hafi drukkið asorbínsýruna, sem til þeirra barst í blóðinu, svo ört í sig, að ekki hafi þess vegna komið til brottfærslu í þvaginu. Sami skammtur er nú gefinn daglega, þang- að til stórfelld aukning brottfærslu kemur fram í þvaginu, ca. 50 mg eða meira, og er það talið merki þess, að nú séu vefirnir orðnir ,,mettaðir“. Hve marga prófskammta þarf, til að fá þannig svörun í þvagi, á þá að fara eftir því, hve mikið af C-vítamíni hafi verið í vefj- um líkamans, en það er aftur háð neyzlunni undanfarið. Samkvæmt samanburðarathugunum, er gerðar voru (17) á C-vítaminneyzlu og árangri mettunarprófs með ofangreindri að- ferð, fékkst jákvætt svar (mettun) þegar á fyrsta degi meðal þeirra, sem um nokkurra mánaða skeið höfðu fengið 45 mg dag- lega, eða meira, af C-vítamíni. Aðrir, er fengið höfðu 37 mg dag- lega (35—40 mg), þurftu ýmist einn eða tvo prófskammta, en þegar neyzlan var aðeins 23 mg (20—25 g), þurfti 2—3 skammta til mettunar. Telja margir mettunarprófið vel fallið til að dæma um C-víta- mínbúskap manna, enda hefur það verið talsvert notað í því skyni, en aðferðin hefur verið nokkuð breytileg, misjafnlega stórir prófskammtar, og þvagsýnishorn ekki alltaf tekið á sama tíma, svo að árangur er ekki alltaf sambærilegur. Ýmsir ann- markar eru á prófi þessu, er takmarka notagildi þess, og verður vikið nánar að því. Mœling C-vítamíns í blóði. Tiltölulega auðvelt er að mæla askorbínsýru í blóðvökva (plasma) eða blóðvatni (serum). Slík- ar mælingar hafa verið notaðar allmikið við fjöldarannsóknir, 7

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.