Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Síða 51

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Síða 51
49 ínsýra var mæld í þriggja stunda þvagi þrjá morgna í röð, síðan gefinn stór skammtur af askorbínsýru (700 mg miðað við 140 Ibs. líkamsþyngd) og mælt, hve mikið kemur fram í þriggja stunda þvagi frá 4.—7. klst. eftir að skammturinn var tekinn inn. Seinna var þessu þó breytt þannig, að prófsýnishorn var tekið frá 31/2—5% klst. eftir inntökuna (16; 17), en innan þess tíma var talið að vænta mætti hámarks brottfærslu í þvaginu (16; 17). Venjulega kemur ekki fram í þvaginu aukið magn askorbínsýru að nokkru ráði eftir fyrsta prófskammtinn, og er það skýrt þann- ig, að vefir líkamans hafi drukkið asorbínsýruna, sem til þeirra barst í blóðinu, svo ört í sig, að ekki hafi þess vegna komið til brottfærslu í þvaginu. Sami skammtur er nú gefinn daglega, þang- að til stórfelld aukning brottfærslu kemur fram í þvaginu, ca. 50 mg eða meira, og er það talið merki þess, að nú séu vefirnir orðnir ,,mettaðir“. Hve marga prófskammta þarf, til að fá þannig svörun í þvagi, á þá að fara eftir því, hve mikið af C-vítamíni hafi verið í vefj- um líkamans, en það er aftur háð neyzlunni undanfarið. Samkvæmt samanburðarathugunum, er gerðar voru (17) á C-vítaminneyzlu og árangri mettunarprófs með ofangreindri að- ferð, fékkst jákvætt svar (mettun) þegar á fyrsta degi meðal þeirra, sem um nokkurra mánaða skeið höfðu fengið 45 mg dag- lega, eða meira, af C-vítamíni. Aðrir, er fengið höfðu 37 mg dag- lega (35—40 mg), þurftu ýmist einn eða tvo prófskammta, en þegar neyzlan var aðeins 23 mg (20—25 g), þurfti 2—3 skammta til mettunar. Telja margir mettunarprófið vel fallið til að dæma um C-víta- mínbúskap manna, enda hefur það verið talsvert notað í því skyni, en aðferðin hefur verið nokkuð breytileg, misjafnlega stórir prófskammtar, og þvagsýnishorn ekki alltaf tekið á sama tíma, svo að árangur er ekki alltaf sambærilegur. Ýmsir ann- markar eru á prófi þessu, er takmarka notagildi þess, og verður vikið nánar að því. Mœling C-vítamíns í blóði. Tiltölulega auðvelt er að mæla askorbínsýru í blóðvökva (plasma) eða blóðvatni (serum). Slík- ar mælingar hafa verið notaðar allmikið við fjöldarannsóknir, 7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.