Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Page 52

Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1955, Page 52
50 hafa þá komið fram greinilegar sveiflur eftir árstíðum, með há- marki á haustin og lágmarki á vorin, og er það í samræmi við árstíðasveiflur C-vítaminneyzlunnar. Enda hafa hópathuganir leitt í ljós, að yfirleitt er samræmi milli C-vítamínneyzlu og með- almagns vítamínsins í blóðvökva, þó að oft beri út af í einstökum tilfellum. Sumir telja, að beztar upplýsingar um C-vítamín- búskapinn fáist, með því að mæla askorbínsýru í hvítu blóðkorn- unum, en það er of umstangsmikið til notkunar í hóprannsókn- um. Þá telja og aðrir, að meira sé að marka mælingar í blóðinu óbreyttu en í blóðvökva, en ekki virðist einsætt, að þar sé munur á gerandi. Rannsóknir þær, sem nú verður greint frá, eru að vísu allt of fáar og strjálar til þess, að dregnar verði af þeim einum víðtækar ályktanir um C-vítamínbúskap þjóðarinnar, en nokkurt gildi má ætla að þær geti haft, einkum til samanburðar við athuganir á C-vítamínneyzlunni. Mælingar í blóði og mettunarpróf voru raunar gerð aðallega með það fyrir augum að reyna, hvor leiðin væri betur fallin til mats á neyzlunni á hverjum tíma. En auk þess var svo C-vítamín mælt nokkrum sinnum í konumjólk og loks í lifur og nýrnahettum. C-vítamín í blóðvökva og mettunarpróf. I töflu 17 er dreginn saman árangur af C-vítamínmælingum í blóðvökva frá 52 manns, sem ekki kváðust hafa fengið C-vítamín- lyf undanfarið eða ávexti, svo sem appelsínur eða sítrónur. Þess skal getið, að rannsóknarskekkjan getur verið hlutfallslega mik- il, þegar minna en 0,1 mg/100 er í blóðvökvanum (35). Með nokkrum undantekningum — sem ekki breyta meðaltal- inu — voru þessar mælingar gerðar á blóði úr nemendum í sama heimavistarskóla og voru þeir 16—22 ára gamlir. Áætlað C-vítamínmagn í dagsfæði (skv. yfirliti yfir heildar- neyzlu) var, sem sýnt er í aftasta dálki töflunnar, þ. e. 40—50 mg að haustinu, 25—30 mg um miðjan vetur og um 20 mg að vörinu.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.