Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Side 73
71
dimmur, og ljós var því látið loga þar dag og nótt, þegar opið var.
í marz 1955 kom Haukur með dýran kristalsvasa, sem Guðmundur
bókari hafði keypt fyrir hönd starfsmanna Gísla í því skyni að gefa
Gísla vasann á 50 ára afmæli hans daginn eftir. Guðmundur hafði
greitt vasann með kr. 1800,00 úr eigin vasa til bráðabirgða. Er Hauk-
ur kom að húsinu, fór hann dyravillt og inn um dyrnar að kjallar-
anum. En þar var mjög skuggsýnt, enda hafði ljós það, sem vera átti,
slokknað skömmu áður, og starfsmanni þeim, sem þess varð var, ekki
unnizt tími til að setja nýja peru í. Haukur var ókunnugur þama
og varaði sig ekki á stiganum. Steig hann óviðbúinn fram af pall-
inum, datt niður stigann og meiddist svo, að telja má tjón hans kr.
20.000,00. Vasinn brotnaði í mél. Kom fram bótakrafa fyrir hann
m. a. í bú h.f. Glóa.
Er skiptum lauk á búi h.f. Glóa, fengust einfaldar kröfur aðeins
greiddar að helmingi. Verzlunarfyrirtækin ASA, ISA, og Merkúr,
sem gert höfðu kröfu í búið, töldu sig ekki geta unað þeim úrslitum
og hófust því handa gegn Gísla, er þau töldu bera persónulega ábyrgð
á skuldum h.f. Glóa.
Gerið rökstudda grein fyrir því, að hve miklu leyti þrotabúinu
ber að greiða kröfur þær, sem lýst var og að framan greinir, svo og
hvar í skuldaröð þær eigi að koma.
Látið uppi rökstutt álit um kröfur ASA, ÍSA og Merkúrs gegn
Gísla, gang þeirra mála, hvort Gísla verði refsað og þá samkv. hvaða
heimild.
Kveðið og á um, hvort Hauki sé rétt að leita réttar síns hjá öðr-
um, ef hann fær ekki greiðslu hjá h.f. Glóa, svo og hver að lokum
ber hallann af því, að kristalsvasinn brotnaði.
1 lok síðara misseris luku 8 kandídatar siðara hluta emb-
ættisprófs í lögfræði.
Skriflega prófið fór fram 4., 7. og 9. maí.
Verkefni voru þessi:
I. 1 refsirétti:
1. Skýrið 142.—144. gr. almennra hegningarlaga.
2. 15. nóv. s. 1. fékk Einar Einarsson kunningja sínum, Davíð
Davíðssyni, í hendur sparisjóðsbók og bað hann að leggja
1000 kr., sem hann afhenti honum, inn á bókina. í stað
þess að leggja peningana inn á bókina, tók Davíð út úr
henni kr. 2000,00. Á úttektarmiða, sem Davíð reit í banka,
gat hann þess réttilega, hver væri eigandi bókar, en í eyð-