Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Side 161

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Side 161
159 málaflokka, er stúdenta varða, eða hina, sem ekki varða stúdenta. Verður sennilega að velja þann listann, sem styttri yrði — og vænt- anlega yrði upptalning tæmandi í reglugerð. En allar bollaleggingar um skýringu þessa atriðis eru að svo komnu út í bláinn; ósk og vilji stúdenta hlýtur að vera, að í reglugerð verði mælt, að fulltrúi stúd- enta sitji alla fundi háskólaráðs, en víki af fundi eða sitji hjá, er þau mál eru afgreidd, sem ekki eru talin „varða stúdenta háskól- ans almennt“. Ekki er ákveðið neitt um það í lögunum, hvenær eða hvernig stúdentaráð skuli velja fulltrúa sinn í háskólaráð, og ekki um það, hvort sami fulltrúi skuli mæta fyrir stúdenta hönd heilan vetur. Er eðlilegast, að ekki verði hafður neinn hringlandi í því og sami stúd- ent mæti á fundum háskólaráðs hvern vetur í senn, sjálfsagt er að kjósa varamann hans um leið og hann sjálfur er valinn — og að kjósa aðeins annan þeirra í senn. Ekki er endilega nauðsynlegt, að fulltrúinn hljóti % hluta greiddra atkvæða, eins og stungið var upp á í tillögum stúdentaráðs, einfaldur meirihluti ætti að nægja. í 14. gr. laganna er fjallað um fundi háskóladeilda. Var í frv. ákvæði um heimild til að kalla fulltrúa stúdenta, er viðkomandi deildarfélag nefndi til, á fundi, þegar þar væri rædd mál, er vörð- uðu nemendur deildarinnar sérstaklega. Þessu var breytt, og í lög- unum er greinin á þessa leið: Nú er mál til umræðu á deildarfundi, sem varðar nemendur deildarinnar almennt, og skal deildarforseti þá kveðja á fundinn fulltrúa nemenda, einn eða fleiri, er stjórn deildarfélags nefnir til. Hafa fulltrúarnir þar mál- frelsi, en eiga ekki atkvæðisrétt. Um þessa breytingu er hið sama að segja og um breytinguna á 4. gr. Hér er að vísu gengið skemmra, því að fulltrúa stúdenta er ekki fenginn atkvæðisréttur, en þar á móti vega nokkuð líkindin til þess, að fulltrúar verði fleiri en einn í senn. í 21.gr. frv. var svohljóðandi ákvæði: Háskólaráði er heimilt, samkvæmt tillögum háskóladeildar, að ákveða sérstök inntökuskilyrði í einstakar deildir eða greinar innan deildar. Með sama hætti getur háskólaráð mælt svo fyrir í samþykkt, að aðeins ákveð- inn fjöldi stúdenta skuli skráður i deild árlega og eftir hverjum reglum hinni tilteknu tölu stúdenta sé veittur aðgangur að deildinni. í efri deild var felld breytingartillaga um að fella niður síðari málslið málsgreinarinnar. í neðri deild var hins vegar samþykkt til- laga menntamálanefndar að fella þetta niður, en setja í þess stað: Heimilt er að setja í reglugerð ákvæði um inntöku stúdenta í ein- stakar deildir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.