Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1957, Blaðsíða 173
171
lög um Háskóla íslands. Gerðu þau lög ráð fyrir ýmsum breytingum
á námstilhögun í Háskólanum, sem háðar yrðu reglugerðarákvæðum.
Taldi rektor og prófessorar þeir, er leitað var til um efni í hand-
bókina, því mjög óráðlegt að gefa bókina út á þessu hausti, meðan
ekki væri ljóst, hverjar breytingar yrðu gerðar. Féllst Stúdentaráð
á þess rök, og var frekari framkvæmdum því frestað, þar til hin
nýja reglugerð liggur fyrir.
W.A.Y.
Stúdentaráði barst seinni hluta vetrar boð um að taka þátt í stofn-
un landssamtaka íslenzkra æskulýðsfélaga, en ætlunin er, að þau ger-
ist síðar aðili að Alþjóðasamtökum æskulýðsins, sem á ensku nefn-
ast World Assembly of Youth (WAY). Samþykkt var einróma að
taka þessu boði, og mættu fulltrúar Stúdentaráðs á undirbúnings-
fundi og hafa tekið virkan þátt í undirbúningi að stofnun samtak-
anna. Rétt er að geta þess, að í starfsemi þessari taka þátt meðal
annarra öll íslenzk stjórnmálasamtök æskumanna, sem myndað
hafa landssambönd.
Fyrirlestur.
Á fundi Stúdentaráðs í lok nóvember var samþykkt tillaga frá
formanni, um að Stúdentaráð reyndi í framtíðinni að fá erlenda
menntamenn, sem hér væru á ferð, til þess að flytja fyrirlestra á
vegum ráðsins. í samræmi við þetta var tékkneskur prófessor, dr.
Soukup, sem hér var á ferð, fenginn til þess að flytja erindi fyrir
stúdenta um háskólalíf í Austur-Evrópu. Að því loknu báru stúd-
entar ýmsar fyrirspurnir fram, sem prófessorinn svaraði jafnharð-
an, og spunnust af langar og fróðlegar umræður.
Utanríkismál.
I. Norrænar formannaráöstefnur.
Formaður sat reglulegan fund norrænna stúdentaformanna, er
haldinn var í Helsingfors í byrjun febrúarmánaðar s. 1. Voru þar
rædd öll helztu vandamál, er sameiginleg eru stúdentum á Norður-
löndum og samræmdar aðgerðir stúdentasamtakanna til lausnar þeim.
M. a. var samþykkt á ráðstefnunni, að Stúdentaráð athugaði mögu-
leika á því, að næsta regluleg formannaráöstefna yröi á íslandi.
Nokkru síðar ákvað Stúdentaráð að taka að sér að halda ráðstefn-
una, og var fallizt á það á aukaformannaráðstefnu, er haldin var í
Amsterdam 6. og 7. september s. 1. Þá ráðstefnu sátu af hálfu Stúd-
entaráðs Benedikt Blöndal stud. jur. og Kristján Baldvinsson stud.
med. Á þeirri ráðstefnu var þess óskað, að Stúdentaráð reyndi að
*22