Árbók Háskóla Íslands - 31.12.1999, Page 50
Unnt er að taka viðbótarnám að loknu B.A.-prófi í bókasafns- og upplýsingafræði.
kennslufræði til kennsluréttinda, námsráðgjöf, hagnýtri fjölmiðlun og félagsráð-
gjöf. Nemendafjöldi var nokkuð svipaður og undanfarin ár eða 1.139.
Helstu nýmæli í kennslustarfi er uppbygging framhaldsnáms í deildinni. Haustið
1996 hófst kennsla til meistaraprófs í uppeldis- og menntunarfræðum. Námið er
skipulagt sem tveggja ára nám og er lögð áhersta á rannsóknamiðað framhalds-
nám. Tveggja ára meistaranám í opinberri stjórnsýslu og stefnumótun innan
stjórnmálafræðiskorar hófst haustið 1997. Á sama tíma hófst einnig tveggja ára
meistaranám í mati á skólastarfi innan uppeldis- og menntunarfræðiskorar.
Framhaldsnám í sálfræði hófst síðan haustið 1999 og stefnt er að því að námið
uppfylli skilyrði laga nr. 40/1976 um sálfræðinga. með síðari breytingum. um rétt
til að kalla sig sálfræðing.
Samhliða uppbyggingu framhaldsnámsins hefur nemendum sem leggja stund á
slíkt nám eðlilega fjölgað. 88 nemendur stunduðu framhaldsnámnám á árinu
1999 (þaraf voru 3 í doktorsnámi) og hafði þá fjölgað um nær helming frá árinu á
undan.
Áárunum 1995-1999 útskrifuðust 18 nemendur með M.A.-próf úr félagsvísinda-
deild úr eftirfarandi greinum: bókasafns- og upplýsingafræði. félagsfræði. mann-
fræði. sálfræði, stjórnmálafræði og uppeldis- og menntunarfræði.
Félagsvísindadeild hefur ákveðið að bjóða upp á námskeið kennd á ensku sem
nema 30 einingum hið minnsta á hverju háskólaári, til þess að koma tit móts við
þarfir þeirra ertendu stúdenta sem hingað sækja. Á árinu var boðið upp á 11
námskeið. samtals 40 einingar. í bókasafns- og upplýsingafræði, mannfræði.
stjórnmálafræði og þjóðfræði. Alls stunduðu 42 erlendir stúdentar nám við deild-
ina árið 1999.
Rannsóknir
Kennarar í félagsvísindadeild hafa á undanförnum árum verið afkastamiktir við
rannsóknir og ritstörf. Rannsóknir þeirra hafa birst í sérstökum bókum. í íslensk-
um og alþjóðlegum fræðitímaritum og safnverkum.
Fyrsta ráðstefnan sem bar heitið „Rannsóknir í félagsvísindum" var haldin árið
1994 og önnur ráðstefnan í febrúar árið 1997. Þriðja ráðstefnan var svo haldin 29.
og 30. október 1999 og var hún fjötsótt að vanda. Allar ráðstefnurnar hafa verið
haldnar í samvinnu við viðskipta- og hagfræðideild.
Meginmarkmiðið með þessum ráðstefnum er að kynna það nýjasta í íslenskum
rannsóknum á þessu sviði. Yfirumsjón með skipulagningu ráðstefnanna hafði
Friðrik H. Jónsson. dósent í sátfræði. og er hann einnig ritstjóri ráðstefnurits sem
gefið hefur verið út í kjölfar þeirra.
Við deildina starfar Félagsvísindastofnun sem hefur það markmið að auka tengst
Háskólans við atvinnulífið og efla jafnframt fræðilegar rannsóknir í félagsvísind-
um. Meðal stærri rannsóknarverkefna stofnunarinnar undanfarið má nefna rann-
sókn á framhatdsskólakerfinu. fjölþjóðlega rannsókn á lífsskoðun og framtíð-
arsýn. rannsókn á búsetu á ístandi, samnorrænt verkefni um fátækt. tekjuskipt-
ingu og lífskjör, rannsókn á almannatryggingum á Islandi með fjötþjóðlegum
samanburði. Stofnunin hefur einnig gefið út mikið af fræðiritum. Félagsvísinda-
stofnun hefur aflað sér tekna með rannsóknarstyrkjum og þjónusturannsóknum
fyrir aðila utan og innan Háskólans. í árslok 1999 tók Friðrik H. Jónsson, dósent í
sálfræði. við stjórnarformennsku í Félagsvísindastofnun af Stefáni Ólafssyni. próf-
essor. Stefán hafði verið formaður stjórnarinnar frá því að stofnunin var sett á fót
árið 1986.
Félagsvísindadeild á aðild að Alþjóðamátastofnun. Rannsóknastofu í kvennafræð-
um. Sjávarútvegsstofnun. Umhverfisstofnun og Mannfræðistofnun.
Kennarar deildarinnar hafa margvísleg samskipti og samstarf við erlendar stofn-
anir og fræðimenn. Áhugi nemenda á því að stunda hluta náms síns erlendis á
vegum Erasmus- og Nordptus-áætlananna fervaxandi.
Opinberir fyrirlestrar
• 31. maí 1999. Erik Olin Wright. prófessor í félagsfræði við University of
Wisconsin- Madison: „Ctass. Exploitation and the Shmoo''.
• 13. sept 1999: Mette Skougaard. danskur þjóðfræðingur: „Ævisögur og
46