Árbók Háskóla Íslands - 31.12.1999, Page 63
Læknadeild
Læknadeild skiptist í læknisfræði. lyfjafræði lyfsala.
námsbraut í hjúkrunarfræði og námsbraut í sjúkraþjálfun.
Læknisfræði
Stjórnsýsla og starfsfólk
Skrifstofa læknadeildar er til húsa í Læknagarði, mönnuð skrifstofustjóra og
tveimur fulltrúum. Við deitdina störfuðu 25 prófessorar. 47 dósentar. 11 lektorar.
tveir kennslustjórar fyrir læknanámið. tveir fræðimenn og tveir sérfræðingar. Að-
júnktar voru 37. Nær öll störf kennara læknadeildar utan starfa prófessora og
sérfræðinga voru hlutastörf. Læknadeild er skipt í einstök fræðasvið sem svara til
skora eða stofuskiptingu í öðrum deildum. Fyrir utan sameiginlega stjórnsýslu
deildarinnar hafa kennarar einstakra fræðasviða að auki ritara og annað skrif-
stofufólk sértit aðstoðar í tengstum við þjónustudeildir eða rannsóknastofnanir
síns sviðs. Slíkar stöður eru ýmist fjármagnaðar af læknadeild eða viðkomandi
stofnunum.
Deildarráð var óbreytt frá því árið áður að undanskitdum fulltrúum stúdenta. Það
skipuðu Jóhann Ágúst Sigurðsson. prófessor og forseti tæknadeildar, Hannes
Pétursson prófessor, Þórður Harðarson prófessor. Þórdís Kristmundsdóttir próf-
essor. Steinn Jónsson dósent, Jón Jóhannes Jónsson dósent. Oddur Steinarsson
og Hrönn Garðarsdóttir, fulltrúar stúdenta. ReynirTómas Geirsson prófessorvar
áfram varaforseti deildarinnar.
Á árinu voru atls ráðnir sex einstaklingar til dósentsstarfs og tveir til lektors-
starfs. Auk þess voru endurráðnir þrír dósentar og einn lektor. Þrír fræðimenn
fengu framgang í starf vísindamanns. Fjórir tétu af störfum, þar af þrír vegna ald-
urs. Margrét Guðnadóttir prófessor, Þorkell Jóhannesson prófessor og Bjarki
Magnússon dósent, eftiráratuga starf við deildina og einn vegna annarra starfa.
Sigurður Guðmundsson prófessor.
Á árinu voru haldnir alls 14 fundir í deitdaráði og fimm deildarfundir.
Kennslumál
Nám til embættisprófs í læknisfræði tekur sex ár. en leyfilegur hámarksfjöldi er 8
ár. Öllum stúdentum er sem fyrr heimilt að hefja nám í deildinni. en aðeins 36
nemendur á ári hafa fengið að halda áfram námi og eru þeir vatdir með sam-
keppnisprófum (numerus clausus) í desember ár hvert. Á árinu var ákveðið að
fjölga þeim nemendum sem fengju að halda áfram í 40. Haustið 1999 innritaðist
221 nýr nemandi í deildina, 186 fóru í samkeppnisprófin og 84 þeirra stóðust. 41
þessara nemenda (með hæstu einkunnirnar) fékk að hatda áfram námi í deild-
inni.
Læknisfræði 1995 1996 1997 1998 1999
Skráðir stúdentar 325 348 327 342 393
Brautskráðir
Cand.Med. et Chir. 33 39 42 31 38
M.S.-próf 2 2 5 1 7
B.S.-próf 2 5 2 3
Doktorspróf 2 1 2 2 2
Kennarastörf 48,19 47.98 48.19 49.27 44.74
Rannsóknar-
og sérfræðingsstörf 20.78 18.87 27.52* 29* 28,50*
Aðrir starfsmenn 8.93 8.93 5.93 6.63 5.43
Stundakennsla/stundir 14.100
Útgjötd (nettó) í þús. kr. 127.840 136.026 151.309 202.246 186.648
Fjárveiting í þús. kr. 137.836 153.667 161.550 191.878 209.362
* Rannsóknastofa í tyfjafræði er hér meðtalin.
Tötur um skráða stúdenta miðast við janúar árið eftir. þ.e. mitt námsárið.