Árbók Háskóla Íslands - 31.12.1999, Side 87
Stjórn Málvísindastofnunar skipuðu Magnús Snædal dósent, forstöðumaður. Mar-
grét Jónsdóttir dósent, meðstjórnandi og Hallgrímur J. Ámundason fulltrúi stúd-
enta. ritari. Starfsmenn voru Áslaug J. Marinósdóttir framkvæmdastjóri, Gestur
Svavarsson. hlutastarf (30%) janúar-maí. Haraldur Bernharðsson. hlutastarf (50%)
júní-september, Jóhannes Bjarni Sigtryggsson, hlutastarf (30%) október-desem-
ber.
Rannsóknir
Stofnunin styrkti langssniðsathugun á máli íslensks barns með því að greiða laun
aðstoðarmanns í þrjá mánuði. Unnið var að því að skrá efni af segulbandi og
koma þeim gögnum á tölvutækt form. Umjónarmaður verkefnisins erSigríður
Sigurjónsdóttir.
Kynningarstarfsemi
Útgáfa
• Haraldur Bernharðsson: Málblöndun í sautjándu atdar uppskriftum íslenskra
miðatdahandrita. (Málfræðirannsóknir. 11. bindi.)
• Jón Helgason: Málið á Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar. (Rit um ístenska
málfræði 4.) [Ljósprentun útgáfunnar frá 1929.]
• Auk þess voru sex áður útgefnar bækur endurútgefnar og endurprentaðar.
Ráðstefnur
Fulttrúi stofnunarinnar, Margrét Jónsdóttir, sótti ráðstefnu í Reykhotti í lok júní,
sem haldin var í tilefni af því að hundrað ár voru liðin frá fæðingu Jóns Helgason-
ar prófessors. Kynnti hún endurprentun á bók Jóns. Málið á Nýja-testamenti
Odds Gottskálkssonar sem gerð var af þessu tilefni.
Guðvarður Már Gunnlaugsson hélt fyrir hönd stofnunarinnar erindi á ráðstefnu
um skaftfellskan framburð sem haldin var í októberiok á Höfn í Hornafirði.
Annað
Stofnunin veitti einum stúdent ferðastyrk á ráðstefnu. 50 þúsund krónur. Stofnun-
in flutti á árinu úr Árnagarði í Nýja-Garð í húsnæði Hugvísindastofnunar þar sem
ailar rannsóknastofnanir heimspekideildar eru nú til húsa. Heimasíða stofnunar-
innar er tengd við heimasíðu Háskólans (undir ..Stofnanir") en stóðin er annars:
www.hi.is/pub/malvis.
Sagnfræðistofnun
Samkvæmt reglugerð skat Sagnfræðistofnun m.a. annast rannsóknir, gangast
fyrir ráðstefnum, námskeiðum. rannsóknaræfingum og fyrirtestrum og standa
fyrir útgáfu.
Stjórn og starfsmenn
Stjórnina skipuðu framan af ári Hetgi Þorláksson. sem gegndi starfi forstöðu-
manns. Loftur Guttormsson og fulltrúi stúdenta. Björn Ingi Hrafnsson. Hann lét af
störfum síðsumars og við tók Guðrún Harðardóttir.
Starfsmenn stofnunarinnar voru Rósa Magnúsdóttir á vormisseri og Eggert Þór
Aðalsteinsson á haustmisseri. Þau hafa einkum séð um sötu tjósritaðra kennslu-
gagna. Forstöðumaður sat í stjóm Hugvísindastofnunar.
Gistifræðimenn og fyrirgreiðsla
Agneta Ney sem var gistifræðimaður við stofnunina 1998 kom aftur á haustmán-
uðum og nýtur fyrirgreiðslu sem gistifræðimaðurstofnunarinnar veturinn
1999-2000. Hrefna Róbertsdóttir. sem stundar doktorsnám í Lundi. nýtur fyrir-
greiðslu sem gistifræðimaður í þrjá mánuði. frá desember 1999 til janúar 2000.
Jesse L. Byock prófessor hefur notið nokkurrar fyrirgreiðslu stofnunarinnar
vegna tölvupósts.
Rannsóknarverkefni
Á vegum stofnunarinnar var unnið áfram að verkefninu Saga íslenskrar utan-
landsverslunar 900-2002. Sami undirbúningshópur og áður starfaði að verkefninu
en það hlaut forverkefnisstyrk frá Rannís, 400 þúsund kr. Hópurinn hélt marga
fundi á árinu. m.a. kynningarfund á vegum Sagnfræðingafélags íslands í maí en
félagið gekk til samstarfs við hópinn um fyrirlestraröð á haustmisseri undir heit-
mu „Hvað er hagsaga?" Hópurinn réð sér starfsmann. Magnús Svein Hetgason