Árbók Háskóla Íslands - 31.12.1999, Side 100
þátttakendur. alls 16. eru frá Bretlandi. Danmörku, Finnlandi. Svíþjóð. Noregi. og
Rússlandi. Auk þess er gert ráð fyrir samstarfi við bandaríska aðila. Verkefnið er
styrkt af Rannís. en einnig hefur fengist þriggja ára styrkur fyrir hinn norræna
hluta þess frá NOS-S. Sótt var um styrk úr fimmtu rammaáætlun Evrópusam-
bandsins.
Stofnunin á aðild að nokkrum fjölþjóðlegum rannsóknarverkefnum, m.a. marg-
miðlunarverkefni um heimskautaslóðir á vegum Stofnunar Vilhjálms Stefánsson-
ar (styrkt af Evrópusambandinu). verkefninu „Implications for People and Climate
of Changes in Terrestrial Wetlands". sem Torben R. Christensen við Lundarhá-
skóla stýrir (sótt hefur verið um styrk til Evrópusambandsins). og „Landscapes
and Seascapes: Linkages between Marine and Terrestrial Environments and
Human Populations in the North Atlantic", sótt hefur verið um styrk til Bandaríska
rannsóknaráðsins. NSF.
í tengslum við stofnunina er unnið að rannsókn á dagbókum Vilhjálms Stefáns-
sonar og útgáfu á þeim. Verkefnið er að mestu leyti fjármagnað af Stofnun Vil-
hjálms Stefánssonar og erlendum sjóðum. en einnig af Rannsóknasjóði H.í. Fjórir
framhaldsnemar í mannfræði hafa unnið að verkefninu. Dagbækurnar verða
gefnar út árið 2001 á vegum New England Press. Ritstjórn og umsjón annast Gísli
Pálsson.
Orðabók Háskólans
Við Orðabók Háskólans unnu fimmtán manns á árinu þar af voru níu í fullu starfi í
lok ársins. Samkvæmt reglugerð frá 1998 varð breyting á stöðu forstöðumanns
stofnunarinnar þannig að hann er nú jafnframt prófessor við heimspekideild.
Staðan var auglýst laus til umsóknar í lok árs 1998 og skilaði dómnefnd af sér í
nóvemberlok 1999. Deildarfundur heimspekideildar fjallaði um mátið í desember
og kaus Guðrúnu Kvaran sem prófessor og forstöðumann frá 1. janúar 2000. í
stjórn Orðabókarinnar sitja Eiríkur Rögnvatdsson prófessor, formaður. Guðvarður
Már Gunntaugsson sérfræðingur við Stofnun Árna Magnússonar og Margrét
Jónsdóttir dósent.
Á árinu 1999 var haldið áfram að kynna vefaðgang að gagnasafninu Orðabókar-
innar og þá möguleika sem hann skapar, einkum á ráðstefnum innan tands og
utan. Jafnframt var unnið nokkuð að endurbótum á safninu og aðkomu. Bætt var
við möguleikum á að skoða dæmin frá mismunandi hliðum með því að gefa kost
á að raða þeim eftir orðinu næst á undan leitarorðinu en áður hafði einungis verið
hægt að raða þeim eftir eftirfarandi orði. Um leið var opnað fyrir þann möguleika
að teita að orðum eða stafastrengjum innan dæmasafnsins. Þetta tvennt greiðir
mjög fyrir þeim sem eru að leita að dæmum af ákveðnu tagi, sérstaktega þegar
dæmasafnið er stórt. en með mismunandi röðun fá notendur líka gleggri mynd af
dæmunum í heild. Bætt var við sviði í gagnasafnið fyrir samræmda ritmynd
hverrar orðmyndar en áður hafði einungis verið svið fyrir þá stafréttu mynd sem
birtist í dæminu. Með þessu móti verður unnt að safna samsvarandi myndum
undir einn hatt, t.d. þannig að bekkur. bekkr og beckur fylgist að undir sam-
ræmdu myndinni bekkur. en eftir sem áður á stafrétta myndin sinn sess í safn-
inu. Stóðin á heimasíðu Orðabókarinnar er: www.lexis.hi.is
Menntamálaráðuneytið fól Orðabókinni árið 1998 að kanna kosti þess að nýta
sænskt efni sem grundvötl og fyrirmynd að orðabókum handa nýbúum á Islandi.
Sænsku bækurnar, svonefndar LEXIN-orðabækur. eru tvímála orðabækur af
sænsku yfir á ýmis tungumál, einkum mát fjartægra málsamfélaga sem engar
sænskar orðabækur voru áður til um. Allar bækurnar byggjast á sama grunni og
hefur hann verið gefinn út sem sérstök bók, Svenska ord. Tilraunin fólst einkum í
því að þýða sænsku uppflettiorðin og að nokkru leyti einnig heitar orðsgreinar til
að kanna að hve miklu leyti hægt væri að finna bein jafnheiti milli íslensku og
sænsku en slíkt er forsenda þess að síðar mætti nota beint þýðingar sænsku
bókanna á þriðja mál. Einnig var sænska orðlýsingin og framsetning hennar
skoðuð m.t.t. þess hvaða breytinga og viðbóta væri þörf miðað við hliðstæða
lýsingu á íslensku. Verkefninu var að mestu leyti lokið á fyrra ári en í byrjun árs
1999 var unnið að samantekt og kynningu á niðurstöðum og í mars var ráðuneyt-
inu skitað ítartegri skýrslu um verkið.
Orðabókin fékk góðan styrk úr Lýðveldissjóði á síðasta ári til þess að halda áfram
96