Árbók Háskóla Íslands - 31.12.1999, Qupperneq 119
lag og starfsánægju hjá íslenskum hjúkrunarfræðingum. Pátl Biering sérfræðing-
ur. og Birna G. Flygenring lektor, unnu könnunina sem er ótokið enn. Starfsmenn
Rannsóknarstofnunarinnar veita ráðgjöf til hjúkrunarfræðinga sem vinna að
rannsóknum á starfsvettvangi sínum og starfa sumir kennarar námsbrautar í
hjúkrunarfræði einnig með þeim. Sérfræðingur stofnunarinnar veitti ráðgjöf til
hjúkrunarfræðinga vegna fjögurra rannsókna árið 1999.
Kynningarstarfsemi
Rannsóknarstofnun í hjúkrunarfræði var fyrst kynnt við opnun sína 7. maí 1997,
og var þá sett upp spjatdsýning um rannsóknir kennara. Kynningarefni erá
heimasíðu námsbrautarinnar (www.hi.is/pub/hjukrun). Stofnunin hefur verið
kynnt tvisvar íTímariti hjúkrunarfræðinga og einu sinni í Fréttabréfi Háskóta ís-
lands, í Curator. btaði hjúkrunarnema, í Ríkisútvarpinu. á fundi með Hollvinum
námsbrautar í hjúkrunarfræði, og fyrir hópi hjúkrunarkennara frá Östfold í Noregi
í desember 1999. Auk þess hefur verið tekið saman yfirtit á ensku um rannsóknir
kennara.
Útgáfustarfsemi
Rannsóknarstofnun í hjúkrunarfræði annast útgáfu fræðirita og leggur til nafn sitt og
merki á ritverk um hjúkrunarfræði. Ritstjóri er Herdís Sveinsdóttir og samdi hún
leiðbeiningar fyrir höfunda, sem óska eftir að birta verk sín á vegum stofnunarinnar.
Þrjú fræðirit á vegum stofnunarinnar komu út á árinu 1999. Þau eru:
• Breyting á skipulagsformi hjúkrunar Innteiðing og árangur einstaklings-
hæfðrar hjúkrunar í hjúkrun lungnasjúklinga eftir dr. Helgu Jónsdóttur.
• Spor. greinar eftir Guðrúnu Marteinsdóttur sem tést 1994. Sóley S. Bender og
Marga Thome ritstýrðu.
• Geðheilsuvernd mæðra eftir fæðingu: Greining á vanlíðan með Edinborgar-
þunglyndiskvarðanum og viðtölum eftir Mörgu Thome.
Fræðslustarfsemi
Á vegum stofnunarinnar eru skipulagðar málstofur í hjúkrunarfræði. opinberir
fyrirtestrar. vinnusmiðjur og fræðslufundir fyrir meistaranema og kennara og
heimsóknir erlendra fræðimanna. Eftirfarandi fræðstustarfsemi fór fram árið
1999:
Málstofur
• Helga Sæunn Sveinbjörnsdóttir. verkefnisstjóri á hjúkrunarsviði hjá Heit-
brigðisstofnun Austurlands: „Þvagteki hjá konum 55 ára og eldri í Egilsstaða-
læknishéraði".
• Elín Margrét Hatlgrímsdóttir. sérfræðingur við Rannsóknastofnun Háskólans á
Akureyri: „Viðhorf og reynsla slysa- og bráðahjúkrunarfræðinga af fjöl-
skyldumiðaðri hjúkrun".
• Linda Kristmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur: „Upplifun foreldra af því að búa
með einstaklingi sem hefur verið greindur með „borderline" persónu-
teikaröskun".
• Páll Biering, hjúkrunarfræðingur: „Meðvirkni og hjúkrun: Hvernig nýtist
hjúkrunarfræðingum sú sársaukafutla reynsta að alast upp við alkóhólisma?"
Opinberir fyrirlestrar
• Marjorie A. White, RN, FAAN. fyrrverandi prófessor við Ftoridaháskóla í
Bandaríkjunum.- „Ofbeldi í samfétaginu og fjölskyldunni: Hvað liggur að baki?"
• Jane Robinson, RN. FAAN. prófessor og ritstjóri Journal of Advanced Nursing:
„The World Bank and the World Heatth Organization: Different Sources of
Ideas, Different Policies for Health".
• Connie Detaney, RN. FAAN, Associate Professor, The University of lowa.
Bandaríkjunum: „The New World in Nursing".
Ein vinnusmiðja var haldin á árinu. með Jane Robinson. prófessor og ritstjóra
tímaritsins Journat of Advanced Nursing: „Pubtishing in the Journat of Advanced
Nursing".
5 umræðufundir (semínör) voru hatdnir fyrir kennara og M.S.-nema, og M.S.-
nemar hafa einnig kynnt verkefni sín fyrir kennurum og samnemendum sínum.
Fjármál
Rekstur stofnunarinnar hefur verið fjármagnaður af heildarfjárveitingu til náms-
brautar í hjúkrunarfræði og ákvarðar fundur í námsbrautarstjórn upphæðina.
Onnurstarfsemi. eins og heimsóknir erlendra gesta og útgáfa fræðirita. hefur
verið fjármögnuð með gjafafé. í tilefni af 25 ára afmæti námsbrautar í hjúkrunar-