Árbók Háskóla Íslands - 31.12.1999, Blaðsíða 148
verk inn á einkaskrifstofur og gildir þá einu þótt þar séu haldnir fundir regtulega.
Þá leyfir rekstur safnsins ekki frekari útþenslu að sinni og hefur stjórn safnsins
því tekið þá ákvörðun að ekki verði sett upp verk í stofnunum Háskólans úti á
landi. Eftirspurn eftir verkum úr eigu safnsins hefur vaxið jafnt og þétt. Ekki hefur
þó verið hægt að koma til móts við allar óskir, þar sem húsnæði hefur verið mis-
hentugt. m.a. með tilliti til öryggissjónarmiða og þess aðbúnaðarsem viðkvæm
listaverk þurfa. Þótt starfsfólk Háskólans hafi undantekningalaust sýnt varkárni
og tillitssemi í nábýli við verk safnsins hefur viðgerðarkostnaður vaxið hratt á síð-
ustu árum. Þar ræður mestu að mörg eldri verkin þola illa breytingar á hitastigi
sem skapast af flutningum milli staða og hitt. eins og fyrr segir. að ekki er um
eiginlegt sýningarhúsnæði að ræða. m.a. með tilliti til jafns hitastigs. raka. drag-
súgs, lýsingar og umgangs.
Innkaup verka
í stofnskrá Listasafns Háskóla íslands er ákvæði sem segir að „til kaupa á lista-
verkum og varðveislu þeirra skuli renna 1% þeirrar fjárhæðar sem árlega ervarið
til nýbygginga á vegum háskólans". Hefursú upphæð í krónum talin að mestu
verið óbreytt síðustu ár eða um ein og hálf milljón á ári. Fyrir þá upphæð keypti
stjórn safnsins árið 1999 samtals 4 listaverk sem ötl hafa verið sett upp á 2.hæð í
Odda.
(tjósi takmarkaðs fjártil innkaupa hefur komið upp sú hugmynd að safnið gæti
vissrar sérhæfingar. Ekki hefur þó verið tekin endanleg ákvörðun um þau mál.
Enn sem komið er gætir safnið ekki annarrar sérhæfingar en þeirrar að leggja
sig ekki eftir að safna gömlu meisturunum. Þannig á safnið aðeins sárafá verk
sem gerð eru fyrir 1940. Þá hagar bæði samsetning stofngjafar og aðstæður til
uppsetningar verka innan Háskótans. því þannig tit að Háskólasafnið er fremur
tvívítt safn en þrívítt.
Styrktarsjóður Listasafns Háskóla íslands
Sverrir Sigurðsson. stofnandi Listasafns Háskólans, færði því enn eina gjöfina á
níræðisafmæli sínu 10. júní 1999:10 milljónir króna til stofnunar rannsóknarsjóðs
á íslenskri myndlist. í 1. grein stofnskrár sjóðsins segirað hlutverk hans sé að
„efla rannsóknir á íslenskri myndlist að fornu og nýju. í þessu skyni skutu árlega
veittir styrkir af ráðstöfunarfé sjóðsins til rannsókna á sviði íslenskrar myndlistar,
myndtistarsögu og forvörstu myndverka. svo og til birtingar á niðurstöðum slíkra
rannsókna, samkvæmt ákvörðun stjórnar Listasafns Háskólans sem jafnframt er
stjórn sjóðsins."
Sjóðurinn, sem gefur Listasafni Háskótans bæði nýtt hlutverk og sérstöðu meðal
safna landsins. er eini styrktarsjóður landsins sem sinnir eingöngu rannsóknum
á ístenskri tistasögu og forvörslu myndverka. Gert er ráð fyrir að veitt verði úr
sjóðnum árlega. hið fyrsta í maí árið 2000.
[ tengstum við stofnun styrktarsjóðsins. lO.júní 1999, var opnuð heimasíða Lista-
safns Háskólans. Katrín Sigurðardóttir. myndtistarmaður og vefhönnuður, hafði
umsjón með gerð hennar og er slóðin: www.listasafn.hi.is.
Árið 1999 var 13. starfsár Rannsóknaþjónustu Háskólans. Meginverkefni ársins
voru að efla þjónustu við starfsmenn Háskóla íslands, bæta fjárhagsstöðu stofn-
unarinnar og tryggja áframhaldandi öfluga þjónustu í tengstum við evrópskt sam-
starf.
Nýjar starfsreglur og ný stjórn
Háskólaráð samþykkti í aprít nýjar starfsreglur fyrir starfsemi Rannsóknaþjón-
ustu Háskólans. Þar eru markmið stofnunarinnar og hetstu verkefni sett skýrt
fram. í júní skipaði háskótaráð síðan nýja stjórn fyrir stofnunina til tveggja ára. í
henni sitja þrír futltrúar Háskóla (slands: Ágústa Guðmundsdóttir, Ingjaldur
Hannibalsson og Haltdór Jónsson og þrír fulltrúar atvinnulífsins: Baldur Hjalta-
son. Lýsi hf.. formaður stjórnarinnar. Jón Sigurðsson. Össuri hf. og Davíð Stef-
ánsson. Samtökum atvinnulífsins.
144