Árbók Háskóla Íslands - 31.12.1999, Page 180
huldu um verkunarhátt þeirra. Fljótlega eftir að penisillín var uppgötvað tóku menn
eftir því að bakteríur sem höfðu verið útsettar fyrir sýklalyfinu voru ófærar um að
skipta sér í allangan tíma. jafnvel eftir að lyfið hafði verið fjarlægt eða gert óvirkt.
Þessi tímabundna vaxtarhömlun er nú kölluð eftirverkun sýklalyfja (postantibiotic
effect). Talið er að eftirverkun hafi klíníska þýðingu við skömmtun sýklalyfja. því
þegar hliðsjón er höfð af henni má bæta árangur sýklalyfjameðferðar og draga úr
aukaverkunum. Ástæður eftirverkunar eru óþekktar og aðferðir sem notaðar hafa
verið til að mæla hana eru tíma- og mannaflafrekar. Ritgerð Magnúsar er í tveimur
hlutum. Sá fyrri fjallar um mögulegar ástæður eftirverkunar nokkurra sýklatyfja.
DNA-myndun baktería var rannsökuð meðan á eftirverkun stóð og bakteríurnar
einnig skoðaðar í rafeindasmásjá og með frumuflæðisjá. Þá var leitast við að mæla
innanfrumuþéttni sýklalyfjanna á eftirverkunartímanum. Niðurstöður benda til að
orsakir þessarar tímabundnu vaxtarhömlunar séu mismunandi eftir því hvaða
sýklar og sýklalyf eiga í hlut. í seinni hluta ritgerðarinnar er lýst þróun tveggja að-
ferða til að mæta eftirverkun á einfaldari og fljóttegri hátt en tíðkast hefur til þessa.
Niðurstöður rannsóknanna hafa verið birtar í sex vísindagreinum í bandarískum og
evrópskum fræðitímaritum á sviði lyfjafræði og smitsjúkdóma.
Magnús Gottfreðsson fæddist í Reykjavík 28. maí 1965. Hann lauk stúdentsprófi frá
MR árið 1984, B.S.-prófi í læknisfræði árið 1990 og embættisprófi í læknisfræði árið
1991 frá læknadeild Háskóla íslands. Hann starfaði sem aðstoðarlæknir og deildar-
læknir á Landspítalanum 1991-1993. Síðastliðin sex ár hefur Magnús verið búsettur
í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum, þar sem hann hefur verið við framhaldsnám í
lyflækningum og smitsjúkdómum við Duke University.
Doktorspróf frá tannlæknadeild Háskóla íslands
Doktor í tannlækningum, doctor odontologiae
9. október 1999
Þórarinn Sigurðsson
Heiti ritgerðar: Regeneration in periodontal and peri-implant defects.
Andmælendun dr. Thorkild Karring. prófessor í tannholdsfræði og deildarforseti
tannlæknadeildar við háskólann í Árósum. og dr. Anders Linde. prófessor í lífefna-
fræði við tannlæknadeild háskótans í Gautaborg
Þórarinn Sigurðsson tannlæknir varði doktorsritgerð sína. „Endurnýjun stoðvefja
tanna og tannplanta (Regeneration in periodontal and peri-implant defects)" við
tannlæknadeild Háskóla (slands laugardaginn 9. október 1999.
Andmælendur voru dr. Thorkild Karring, prófessor í tannholdsfræði og deildarfor-
seti tannlæknadeildar við háskólann í Árósum, og dr. Anders Linde, prófessor í líf-
efnafræði við tannlæknadeild háskólans í Gautaborg. Stutt týsing á doktorsverkefni
Þórarins fer hér á eftir.
Stoðvefir tanna og tannptanta brotna oft niður vegna bólgusjúkdóma í munni sem
leitt geta til tannmissis. Rannsóknirnar að baki ritgerðinni beindust að því að end-
urbæta þær aðferðir sem þekktar eru til þess að endurnýja kjátkabein og tannhold
sem skemmt er vegna tannholdsbólgu. í ritgerðinni er lýst rannsóknum þar sem
beinmyndandi prótein voru notuð til þess að líkja eftir aðferðum náttúrunnartil
þess að mynda vefi. í þessu tilfelli stoðvefi tanna og tannplantna. Beinmyndandi
prótein titheyra fjölskyldu náttúrulegra próteina sem stjóma vefjamyndun á fóstur-
stigi en hafa nýlega sýnt sig að hafa margvísleg hlutverk fyrir viðhald og end-
urnýjun vefja. Einnig beindust rannsóknimar að því að bæta áður þekktar aðferðir
til þess að styrkja náttúrulega hæfni kjálkabeins og tannholds til endumýjunar.
Þetta var gert með því að stýra ferli þeirra fruma sem taka þátt í sáragræðslu eftir
tannholdsaðgerðir. Enda þótt notkun beinmyndandi próteina sé enn á rannsókna-
stigi munu þau geta valdið byltingu í meðferð sjúkdóma þarsem endumýjunar
vefja er þörf er fram líða stundir.
Þórarinn J. Sigurðsson er ísfirðingur. fæddur 1948. Hann varð stúdent frá Mennta-
skólanum á Akureyri 1968. lauk tannlæknaprófi frá tannlæknadeild H.í. 1974 og
framhaldsnámi í tannholdslækningum frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð 1974. Þór-
arinn starfaði sem sérfræðingur í tannholdslækningum á Akureyri tit ársins 1991.
Þá réð hann sig tit starfa við háskólann í Loma linda í Kaliforníu. fyrst sem aðstoð-
arprófessor og síðan sem prófessor í tannholdslækningum. Sumarið 1999 tók Þór-
arinn við stöðu dósents við tannlæknaskólann í Bergen í Noregi.
176