Hlín - 01.01.1918, Blaðsíða 76

Hlín - 01.01.1918, Blaðsíða 76
76 Hlin Sitt af hverju. Kaflar úr þremur brjefum. Ungfrú Rannveig H. Líndal, sem eitt sinn var í stjórn S. N. K., fór til Noregs haustiö 1916, gekk í lýðhúskólann á Voss og síðar í garðyrkju- og matreiðsluskóla. Lætur hún hið besta af Norðmönn- um og allri líðan sinni þar f landi. Brjef það, er hún ætlaðist til að lesið yrði.upp á Sambandsfundi, barst formanni í ágústmánuði. Þykir vel hlýða að birta hjer nokkurn kafla brjefsins: — Þó við sjeunt þannig lengra komin í sumu, ]rá stöndum við íslendingar mikið á baki Norðmanna með margt, t. d. garðyrkju og skógræktarstörf. Það er ómögulegt að líkja því saman, svo á- hugalaus og framkvæmdardauf erum við í þeim efnum í saman- burði við Norðmenn. Við, sern eigum skóglaust land, hvað við er- um ónýt að planta og klæða landið skógi, en hjer, sem hvorki er þrot nje endir á skógum, hjer eru(í hverri sveit gróðursett mörg þúsund trjáplöntur í úthögum árlega. Ungmennafjelögin hafa umsjón með því, og þeim til styrktar er garðyrkjuleiðbeinandi í hverri sveit. Maður sá er tvo daga við hvern barnaskóla að vorinu, og kennir börnunum að búa til vermireiti (seint í apríl) og seinni daginn (í maí) að planta út og sá fræi. Hann heldur í bæði skiftin tölu fyrir börnunum til að vekja áhuga þeirra. Svo á hvert barn lítinn garð heima og fær plöntur í hann úr vermireitnum. Að síð- ustu fá börnin verðlaun fyrir bestu hirðingu. Mjer þykir fróðlegt að kynnast þessu, því fyrirkomulag svipað þessu hafði jeg einmitt hugsað mjer fyrir löngu heima.---- Rannveig stundar nú barnakenslu í sveitaskóla i Noregi. Sveita- kennarar fá þar nú 40 kr. kaup á viku og 500 kr. dýrtíðaruppbót. Utanáskrift Rannveigar cr: Urdlands folkeskole, Grovestation, Voss, Norge. Mun hún fús að svara fyrirspurnum um norska skóla, ef óskað er. (Frá Akranesi.) — Lítið er hjer um skrúðgarða og veldur þvi sendinn jarðvegur og svo sjórokin, því að við erum sævi girt á þrjá vegu, en samt má segja um Akranes, að það ber nafn með rentu, því að ekki er til óræktaður blettur á blessuðum tanganum, tún og matjurtagarðar á milli allra húsa, þar sem ekki eru götur. Jeg vildi að þú værir horfin til að líta yfir alla vel hirtu garðana, því vel eru þeir liirtir flestir, og allt er það kvenna verk, sú vinna er ekkert smáræði. — Það er beinlínis garnan að ganga hjer um Skagann á haustin og sjá bæði gamla og unga sitja kringum þessar „gullhrúg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Hlín

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.