Hlín - 01.01.1918, Blaðsíða 71
Hlin
71
að jeg held þessu fram. Fyrst sú, að kembing og spuni
er dýrast, útheimtir mestan vinnukraft, og í öðru lagi er
það ekki eins skemtileg og fjölbreytt vinna og t. d. vefn-
agur, og getur aldrei komið heimilunum að eins miklu
gagni. Að minsta kosti ætti að vjelspinna alt prjónaband.
Ef rnenn lrefðu ráð á að handspinna, ætti það helst að
vera í fína dúka eða prjón, er selja má háu verði, svo
sem svuntudúka, kjólatau, hreðasjöl o. fl. Það er hrapar-
leg fásinna, að láta handspinna í plögg og nærfatnað,
eins dýrt og það er.
Skilyrðið fyrir, að þessi breyting kærnist alment á, er
að komið verði á fót kembi- og spunavjelum miklu víðar
en nú er, t. d. í hverri sýslu landsins. Væri það miklu
þægilegra að slíkar vjelar væru víða, en þá minni.
I Þingeyjarsýslum er reynsla fengin í þessu efni. Mun
það vera alnrent viðurkent þar, að vjelarnar á Halldórs-
stöðum í Laxárdal lrafi unnið heimilisiðnaði í þeirn sýsl-
um ómetanlegt gagn. Maðurinn, sem átti þessar vjelar
og stýrði þeim, hefur sagt, að þegar um það væri að
ræða, að koma slíkum vjelum á jót, fyndist sjer ekki ein-
göngu bæri að 1 íta á, hvort þessar vjelar borguðu sig bein-
línis, heldur hitt, að þær væru vatn á nryllu heimílisiðn-
aðarins. Hvort nrargir yrðu til að leggja fje sitt í fyrir-
tæki á þeim grundvelli, eins og þessi Þingeyingur, er
annað nrál. Frenrur væri ástæða til að krefjast þess af
sýslufjelögum eða öðfum fjelögunr, er vinna að einlrverj-
unr þjóðþrifum.
í sanrbandi við kembingarvjelar, getur líka konrið til
mála að nota handsunavjelar. Þær hafa verið notaðár í
Þingeyjarsýsl unr og gefist vel. Hafa þessar vjelar til
skanrms tíma fengist snrrðaðar þar. En nú hefur S. N. K.
skorað á Heimilisiðnaðarfjelag Norðurlands, að sjá unr
að gerðar væru tilraunir til að smíða handspunavjelar
eftir þingeyskum fyrirmyndum. Er því sennilegt, að ekki
þurfi annað en að snúa sjer til þessa fjelags fyrir þá, er
vildu fá sjer handspunavjelar. Þetta er einmitt eitt af því,