Hlín - 01.01.1922, Page 7

Hlín - 01.01.1922, Page 7
Hlín 5 Kvenfjelag Öxarfjarðar gekk í Sambandið. Mættir fulltrúar voru: Frá Kvenfjelagi I3istilfjarðar 2, Ingiríður Árnadóttir, Lára Pálsdóttir. Frá Kvenfjelagi Öxarfjarðar 2, Sigurveig Björnsdóttir, Sigurveig Sigurðardóttir. Frá Sýslusambandi Pingeyinga 2, Fanney Jónsdóttir, Karen ísaksdóttir. Frá Hjúkrunarfjelaginu »Hlín« í Höfðahverfi 2, Helga Bjarnadóttir, Anna Jónsdóttir. Frá Kvenfjelagi Húsavíkur 1, Kristjana Óladóttir. Af stjórnarinnar hálfu mættu forstöðukona og gjaldkeri. I. Lesin upp fundargjörð síðasta fundar S. N. K., sem haldinn var á Hvammstanga 1922. Pá skýrði forstöðu- kona frá störfum fjelagsins á síðastliðnu ári. — II. Fulltrúar gáfu skýrslur um starfsemi fjelagsdeildanna. Kvenfjelagið >Hlíf« Akureyri sendi fundinum kveðju, en gat ekki sent fulltrúa á fundinn. III. Lesið upp ávarp, sem stjórn S. N. K. Iiafði sent fjc- lagsdeildunum siðastliðinn vetur lil umræðu fyrir aðalfund. IV. Heimilisiðnaður: Framsögu hafði Sigríður Porláksdóttir. Málið var nokkuð rætt. Höfðu konur mikinn áhuga á þvi að auka og efla heimilisiðnaðinn á sem víðtækastan hátt. Samþykt svo- hljóðandi tillaga: »Fundurinn treyslir konum á fjelagssvæðinu til að vinna að því hjer eftir sem hingað til, að námskeið í handa- vinnu sjeu haldin bæði í sveitum og bæjum, svo ung- lingar þurfi ekki að leita sjer mentunar í þeim greinum utanhjeraðs, sömuleiðis að börn sjeu látin iðka handa- vinnu í heimahúsum, drengir jafnt sem stúlkur, og að

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.