Hlín - 01.01.1922, Side 27

Hlín - 01.01.1922, Side 27
Hlin 25 Útirósir hafa venjulega langa árssprota. Á hverju ári verður því að klippa ofan af þeim, við það verða þær þjettari og bústnari í vexti. — Nauðsynlegt €r að nefnd störf sjeu unnin áður en frost er úr jörðu. Því jafnskjótt og jörð er þíð og sæmileg er tið, byrjar safastraumur- inn í plöntum og vöxturinn byrjar. Trjen eru þá við- kvæmari og þola lakar að særast. — Jeg hefi sjeð Birki- trje, sem klipt var í vaxtarbyrjun, næstum blæða til ólífis. Birkisafinn er mjög þunnur, hann draup úr smásárum á krónunni svo títt sem regn fjelli. — Toppkal á trjám og runnum er mjög algengt hjer á Norðurlandi, en ekki er æfinlega gott að sjá það snemma á vorin, hve mikið er kalið af greininni, og er því rjettast að bíða með að sníða kalið af þar til trjeð er laufgað. — Hið fyrsta, sem gjöra þarf fyrir blómplönturnar, er að þynna vetrarum- búðirnar (oft moð, afrak eða þ.h.) og klippa af feyskna ofan- jarðarstöngla. Á sumum plöntum eru feyskjurnar svo laus- ar að kippa má þeim upp, en þetta verður að gerast með mikilli varúð, því við jarðenda hverrar feyskju er lítið veikfelt brum, frá því á að vaxa nýr ljóssproti, sem ber blöð og blóm. Vetrarreifar fjölæru jurtanna eru svo smáþyntar, eftir því sem hlýnar meir í veðri, og þegar jörð er þíð, eru þær alveg teknar af. Plönturnar byrja nú að spretta. Fleiri og fleiri stinga upp höfðinu og teygja sig upp í Ijósið og hlýindin. Eftir óhagstæða vetra er oft langt að bíða eftir því að Ijóssprotar sjáist á veikfeldari plöntum. Oft kemur það fyrir, að fjölærar blómplöntur deyja að vetrinum, þó allrar varúðar sje gætt og um þær búið á haustin eftir föngum. Þó má eigi hreyfa við moldinni, fyr en öll von er úti um það að plantan komi upp. Verið getur að ofurlítið líf leynist í rótinni, sem getur dáið út, ef óvarlega eða of snemma er rótað við henni. — Fjölærar, harðgerðar blómplöntur, stækka mikið á

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.