Dvöl - 01.01.1940, Page 83

Dvöl - 01.01.1940, Page 83
DVÖL 77 Tækni nútímans virðist geta ttiælt og vegið flesta hluti. Nýlega hefir rannsókn leitt í ljós, að þeg- ar venjuleg glerrúða brotnar fara sprungurnar með 100 km. hraða á klukkustund. -o- í Bandaríkjunum eru nýlega komnir á markaðinn nýir rafljósa- slökkvarar, sérstaklega ætlaðir fyr- ir svefnherbergi. Þeir eru þannig gerðir, að ljósið slokknar ekki fyrr en nokkrum sekúndum eftir að Þeim er snúið. -o- Bandaríkjamaðurinn Byrd að- míráll mun vera frægastur núlif- andi landkönnunarmanna, að Vil- hjálmi Stefánssyni einum undan- skildum. Byrd aðmíráll er staddur í Suðurheimsskautalöndum um Þessar mundir, en í för þessa tók hann með sér snjóbifreið eina mikla, er sérstaklega er gerð vegna fararinnar og kostaði um 100,000 krónur. Snjóbifreið þessi er fjórhjóla, og auk þess með eins- konar skíðaútbúnaði. Hjólbarð- arnir, sem eru úr gúmmí, eru þrír nretrar í þvermál og vega 750 kg. hver. Bíllinn getur farið yfir fjög- urra metra breiðar sprungur. Hann gengur fyrir tveim „diesel“- vélum. Á þaki hans er pallur fyrir flugvél. -o- Þegar þú ert eins árs gamall eru rúmlega þrjár miljónir manna yngri en þú. Þegar þú ert 25 ára er helmingurinn af íbúum jarðar- innar yngri en þú. Þegar þú ert 50 ára eru 9/io af íbúum jarðarinnar yngri en þú. -o- Kvikasilfurshitamælar eru not- hæfir upp til 500° C. Gashitamæl- ar eru notaðir til þess að mæla hita frá 500—1755° C. Þar fyrir ofan eru notaðir einskonar litgeislamæl- ar, en þegar nálgast þann mesta stöðuga hita, sem hægt er að fram- leiða (um 3800° C.), eru þeir ekki nákvæmir. Vínið er spottari, sterkur drykk- ur glaumsamur, og hver sá, er drukkinn reikar, er óvitur. -o- Það er manni sómi, að halda sér frá þrætu, en hver afglapi yglir sig. -o- Elskaðu ekki svefninn, svo að þú verðir ekki fátækur. Opnaðu aug- un, þá muntu mettast af brauði. -o- Sætt er svikabrauðið, en eftir á fyllist munnurinn möl. -o- Krafturinn er ágæti ungra manna, en hærurnar prýði öld- unganna. -o- Sá, sem ástundar réttlæti og kærleika, hann öðlast líf, réttlæti og heiður. -o- Sá, sem ranglæti sáir, uppsker óhamingju. —Biblían— L

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.