Dvöl - 01.07.1945, Page 3
Túli. -*• des. Í945 . 15. árgangur . 5.-4. heftí
Apaloppan
Eftir W. W. Jacobs
Jónas Kristjánsson, íslenzkaði
Úti var nóttin köld og vætusöm,
en í litlu dagstofunni á Lakesnam
setrinu voru tjöld fyrir gluggum
og eldurinn logaði glatt. Húsráð-
andi og sonur hans sátu að tafli.
Hinn fyrri, sem hafði þær hug-
myndir að skáklistin væri fólgin í
djörfum leikjum, setti kóng sinn í
svo bráðar og óþarfar hættur að
það vakti auk heldur gagnrýni
gömlu konunnar gráhærðu sem sat
kyrrlát við eldinn og prjónaði.
„Hlustaðu á storminn," sagði
White gamli, sem hafði um seinan
tekið eftir hörmulegri skyssu og
vildi með hægð koma í veg fyrir
að sonur hans sæi hana.
„Ég hlusta,“ sagði sonurinn og
leit hvasst yfir skákborðið um leið
og hann rétti út höndina. „Skák.“
„Ég skil ekki í að hann komi í
kvöld,“ sagði faðirinn og hélt hend-
inni yfir borðinu.
„Mát,“ svaraði sonurinn.
„Það er meiri hörmungin að búa
á svona afskekktum stað,“ þrum-
aði White gamli með skyndilegum
og óvæntum ofsa. „Þetta er sá við-
bjóðslegasti, sóðalegasti og af-
skekktasti staður sem nokkru sinni
hefur verið byggður. Stígurinn ligg-
ur í feni, og brautin er beljandi
vatnsflaumur. Ég veit ekki hvað
mennirnir hugsa. Ég býst við að
þeir haldi að þetta geri ekkert til,
af því að það eru bara tvö leigu-
hús við brautina.“
„Kærðix þig aldrei,“ sagði kona
hans hughreystandi; „kannske
vinnur þú næst.“
White gamli leit hvasst upp,
nógu fljótt til að sjá ibyggið tillit