Dvöl - 01.07.1945, Qupperneq 4
146
D VÖL
sem kona hans og sonur sendu
hvort öðru. Orðin dóu út á vörum
hans, og hann duldi sneypulegt
bros í þunnu gráu skegginu.
„Nú er hann kominn,“ sagði Her-
bert White, er hliðargrindin skall
helzt til harkalega og þungt fóta-
tak nálgaðist útidyrnar.
Gamli maðurin spratt kurteis-
lega á fætur, opnaði húsdyrnar og
heyrðist votta komumanni samúð
sína. Gesturinn bar sig heldur
ekki sem bezt, svo frú White sagði:
,,Sei-sei“ og ræskti sig um leið og
maður hennar kom inn. Á eftir
honum gekk hár maður þrekvax-
inn, með hvöss augu og rjóðar
kinnar.
„Morris liðsforingi,“ sagði hann
og kynnti gestinn.
Foringinn heilsaði með handa-
bandi og þáði sætið sem honum
var boðið við eldinn. Hann varð
hýr á svip er húsráðandi tók fram
viský og staup og setti lítinn eir-
ketil á eldinn. Við þriðja glasið
tóku augu hans að ljóma, og hann
byrjaði að leysa frá skjóðunni, en
fjölskyldan sat í kring og horfði
forvitnislega á þennan gest, sem
kominn var frá fjarlægum löndum.
Hann rétti úr breiðu bakinu í sæti
sínu og sagði frá furðulegum at-
burðum og djörfum dáðum, frá
styrjöldum og plágum og ókunn-
um þjóðflokkum.
„Tuttugu og eitt ár að heiman,“
sagði White gamli og kinkaði kolli
til konu sinnar og sonar. „Þegar
hann fór burt var hann stráknagli
í pakkhúsinu. En sjáið þið hann
núna.“
„Þetta lítur ekki út fyrir að hafa
bitið mjög á hann,“ sagði frú White
kurteislega.
„Ég hefði gaman af að fara sjálf-
ur til Indlands,“ sagði gamli mað-
urinn, „rétt til að sjá mig ögn um,
skiljið þið.“
„Þú ert betur kominn hér,“
sagði liðsforinginn og hristi höf-
uðið. Hann lagði frá sér tómt glas-
ið, varp öndinni, og hristi höf-
uðið aftur.
„Ég hefði gaman af að sjá öll
gömlu musterin og fakírana og
loddarana,“ sagði gamli maðurinn.
„Hvað var það sem þú byrjaðir að
segja mér um daginn, Morris? Það
var um apaloppu eða eitthvað af
því tagi.“
„Ekkert,“ sagði hermaðurinn
fljótt. „Minnsta kosti ekkert sem
hlustandi er á.“
„Apaloppu?“ sagði frú White for-
vitnislega.
„Ja, það er kannske hægt að
kalla það hálfgerða galdra," sagði
liðsforinginn annars hugar.